Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Blaðsíða 11
9
Vatnsvirkni í fóðri getur verið breytileg, þótt rakastigið sé hið
sama. Við alia geymslu þurrmetis skiptir miklu máli, hver
vatnsvirkni þess er. Geymsluhæfnin byggist einkum á því, að
vatnsvirknin sé nógu lítil - að vatnið sé gert óvirkt að mestu.
Vatnsvirkni í tilteknu efni segir til um þrýsting
vatnsgufunnar í því, og er þannig nátengd rakastigi loftsins.
Vatnsvirknin er gefin til kynna með hlutfallstölum. Mælist
þrýstingur vatnsgufu í heytuggu t.il dæmis 8096 af þeim sem hann er
yfir vatnsyfirborði við sama lofthita, er vatnsvirknin í
heytuggunni 0,8 eða 80%. 1. mynd sýnir samhengi á milli
rakastigs og vatnsvirkni í íslensku heyi (2).
1. mynd. Tengsl rakastigs og vatnsvirkni í heyi. a og b er hey
ór hlöðum, c er hey á velli (2).
Sé vatnsvirknin minni en 0,9 þrífast gerlar að öðru jöfnu
ekki. Fari hún niður fyrir 0,8 sverfur mjög að myglusveppunum,
og þegar vatnsvirkni er komin niður fyrir 0,6-0,7 er grundvöllur
tilvera flestra lífvera brostinn. Þannig fækkar lífverunum, sem
þrifist geta, eftir því sem vatnsvirknin í umhverfinu verður
minni. Þetta má sjá á 2. mynd, sem einnig sýnir áhrif
umhverfishitans á þrif lífvera í korni (3).