Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Blaðsíða 54
52
III. Niðurstöður
Tafla I sýnir fjölda þeirra sem tóku þátt í rannsókninni S hvoru
landsvæði og hlutfall þeirra sem höfðu einkenni tengt vinnu með
fóður. Það hlutfall reyndist svipað í báðum héruðunum, 19% höfðu
slík einkenni í Strandasýslu og 24% I V-Skaftafellssýslu. Sá munur
er ekki marktækur.
Tafla II sýnir muninn á heyverkunaraðferðum S þessum tveimur
svæðum. I Strandasýslu verkuðu 88% þátttakenda meira en 90% í vothey,
en aðeins 7% höfðu enga votheysverkun. Þeir síðartöldu byggðu afkomu
sína aðeins að hluta til S hefðbundnum landbúnaði. I V-Skaftafells-
sýslu var þessu öfugt farið. Enginn verkaði meira en 90% í vothey,
en 61% höfðu enga votheysverkun.
Tafla III sýnir hvers konar fóðri menn tengdu einkenni sín, og
gátu menn tengt þau fleiri en einni tegund. Algengast er að einkennin
tengist vinnu í mygluðu þurrheyi. Þannig kváðust 47 af 60 sem einkenni
höfðu fS þau eftir vinnu í slíku heyi, 25 eftir vinnu í þurrheyi og
9 eftir vinnu í annars konar þurrheyi. Aðeins 5 tengdu einkennin vinnu
í votheyi, þar af 2 vinnu í mygluðu votheyi. Hvergi var marktækur
munur S fylgni einkenna við fóðurtegund milli hinna tveggja héraða.
Tafla IV sýnir samanburð S tíðni hinna mismunandi einkenna milli
héraðanna tveggja. Hvergi reyndist marktækur munur. I töflu VII í
kaflanum um rannsóknir S brSðaofnæmi, blaðsíðu eru borin saman ein-
kennin og tegund af heyi sem gefur einkenni. Af henni sést að lang-
flestir tengja einkenni sín vinnu í þurrheyi eða mygluðu þurrheyi.
Tafla V sýnir Shrif hinna ýmsu heyverkunaraðferða og heygríma S
einkennin. Það er þó erfitt að draga miklar Slyktanir af þessum niður-
stöðum vegna þess hve margir taka ekki afstöðu eða beita ekki þeim
aðferðum sem spurt er um. Við teljum þó að grímur geri gagn en að
heyblSsarar geti verið varasamir og gert ógagn vegna þeirrar miklu
rykmengunar sem notkun þeirra er samfara.
IV. Umræða
I sambandi við þessa könnun vekur athygli hversu lítinn Shuga bændur
í V-Skaftafellssýslu hafa sýnt votheysverkun þrStt fyrir mikla úrkomu
þar í sveitum. Bændur í Strandasýslu verka hins vegar megnið af sínum
heyfeng í vothey og hafa gert það í yfir tvo Sratugi. Astæðan til þess
að þeir verka mest í vothey þrStt fyrir minni úrkomu en í Skaftafellssýslu