Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Blaðsíða 55
53
er vafalaust sú hversu stuttur tími er til heyöflunar. Þegar vorar
seint og sumur eru votviðrasöm getur heyfengur farið forgörðum eða
hrakist svo að fóðurgildi verður lítið. Þessi staðreynd hefur líklega
ráðið mestu um afstöðu bændanna S Ströndum fremur en heilsfars-
sjónarmið.
Algengustu einkenni af heyryki eru frS nefi og augum, og við
höfum sýnt fram S sterka fylgni þessara einkenna við brSðaofnæmi,
einkum fyrir heymaurum. Fimm einstaklingar settu einkennin aðallega
í samband við vothey, og aðeins tveir þeirra voru í Strandasýslu, þar
sem votheysverkun er þó mest. Gæti þetta bent til þess að bændur í
Strandasýslu hafi nSð betri tökum S þeirri verkun en kollegar þeirra
í V-Skaftafellssýslu, eða þS að aðstæður séu þar betri til votheys-
verkunar. Það vekur athygli, að þrStt fyrir litla þurrheysverkun
hefur fólk í Strandasýslu jafnoft einkenni eftir snertingu við þurr-
hey og fólk I V-Skaftafellssýslu.
Ekki var reynt að meta hversu alvarleg einkennin voru hjS hverjum
einstaklingi, en vegna þess hversu lítið Strandamenn eru útsettir fyrir
þurrheyi gæti maður freistast til að halda að þeirra einkenni væru
vægari eða yllu þeim sjaldnar baga. 1 rannsókninni S heymæði bænda
kom fram, að Strandamenn reyndust síður mæðnir og höfðu betri öndunar-
próf en bændur í V-Skaftafellssýslu.
Sjúkdómar tengdir vinnu í heyi eru algengustu skrSðir atvinnusjúk-
dómar hér S landi. Aukin votheysverkun ætti að geta dregið úr tíðni
þeirra. Þess ber þó að geta, að votheysverkun er ekki með öllu hættu-
laus. Súrheysturnaveiki (silo fillers disease) er vel þekkt erlendis,
og okkur er kunnugt um eitt dauðsfall af hennar völdum hér S landi.
Hér er um að ræða NO^ eitrun, en sú lofttegund myndast við gerjun í
votheyi. Hún myndast S fyrstu 3-4 dögunum eftir að heyið er lStið í
turninn eða grifjuna. NO^ er brúnleit lofttegund og þyngri en andrúms-
loftið og liggur því yfir heyinu. Við brSða eitrun myndast lungna-
bjúgur en síðar getur komið bólga í minnstu berkjur lungnanna með
teppu. Lýst hefur verið hitaköstum eftir vinnu í votheyi, sérstaklega
mygluðu votheyi, þótt enginn kvartaði yfir slíkum einkennum í okkar
könnun. Ekki er vitað um orsakir þeirra, en gera mS rSð fyrir að þau
séu af sama toga og heysóttin eftir vinnu í þurrheyi. Strandamenn hafa
Sratuga reynslu af verkun votheys í flatgrifjum og lítil óþægindi af
þessu fóðri. Ekki er þó víst að byrjendur í votheysverkun hefðu
sömu reynslu.