Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Blaðsíða 69
67
höfðu menn á Ströndum mun sjaldnar sögu um hitaköst. Jákvæð
fellipróf gegn M. faeni voru mjög algeng á svæði A en mun
sjaldgæfari á svæði B og var sá munur marktækur. Aðeins 5
einstaklingar höfðu jákvæð fellipróf gegn A. fumiaatus og
höfðu 3 þeirra einnig jákvæð fellipróf gegn M. faeni. Enginn
reyndist hafa jákvæð fellipróf gegn T. vulaaris.
6. tafla sýnir fylgni milli lungnaeinkenna og jákvæðra
felliprófa gegn M. faeni. Aðeins reyndist marktæk fylgni milli
jákvæðra felliprófa og mæði við gang á jafnsléttu.
7. tafla synir fylgni milli einkenna eftir vinnu i
heyryki og jákvæðra felliprófa. Litils háttar fylgni reyndist
milli hósta og jákvæðra felliprófa, en mikil fylgni sótthita
eftir vinnu i heyi og jákvæðra felliprófa gegn M. faeni.
8. tafla synir reykingasögu þessara tveggja hópa.
Reyndist hún mjög áþekk.
9. tafla sýmir fylgni milli reykinga og jákvæðra
felliprófa gegn M. faeni. Þeir sem aldrei höfðu reykt reyndust
oftast hafa myndað mótefni gegn M. faeni og reyndist sá munur
marktækur.
10. tafla synir fjölda þeirra sem höfðu óeðlileg
blásturspróf. Skerðing á FVC reyndist svipuð á báðum svæðum en
hlutfallið FEVj/FVC var sjaldnar lækkað i Strandasyslu og var
sá munur marktækur.
1. tafla. Efniviður.
Strandir Vik
Úrtak 150 328
Skoðaðir 126 (84,0%) 325 (99,1%)
2. tafla. Meðalaldur og aldursdreifing.
Strandir Vik Alls eða
Karlar Konur Karlar Konur meðaltal
Fjöldi 98 28 284 41 451
Meðalaldur 49,3 47,5 52,0 47,2 50,7
Staðalfrávik 18,0 12,4 18,0 17,1 17,7
Dreifing 16-83 27-77 17-87 21-81 16-87