Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Blaðsíða 47
45
ÖNDUNARFÆRAS3ÚKDÓMAR TENGDIR VINNU í HEYI Á ÍSLANDI
Tryggvi Ásmundsson, Davíð Gíslason og Vigfús Magnússon
Vífilsstaðaspítala og Landspítala
I: Inngangur
Að minnsta kosti 5 sjukdómar í öndunarfærum tengjast vinnu í heyi á
íslandi. Þeir eru:
1. Ofnæmiskvef (Rhinitis allergica).
2. Asthmi.
3. Heysótt ("Farmers lung")
4. Langvinnt berkjukvef (Bronchitis chronica)
5. Lungnaþemba (Emphysema).
Ekki er óalgengt að sami einstaklingur þjáist af fleiri en einum slíkum
sjukdómi samtímis eða síðar á lífsleiðinni. Allir þessir sjúkdómar að hey-
sótt undanskilinni eru reyndar algengir hjá fólki sem aidrei kemur í hey.
Lagt hefur verið til að orðið heymæði sé notað sem safnheiti yfir sjúk-
dóma 2-5 þegar þeir tengjast vinnu í heyi, en allir valda þeir mæði.
Hinsvegar er lagt til að endurvekja hið forna nafn heysótt yfir ákveðna
sjúkdomsmynd, sem lýsir sér með sótthita. Sveinn Pálsson notaði það heiti
þegar hann lýsti þeim sjúkdómi fyrstur manna á prenti í hei/ninun að því er
best er vitað (2).
Hér á eftir verður leitast við að að lýsa þessumsjúkdónum stuttlega,
drepa a einkenni þeirra, greiningu og meðferð, en þar verður aðeins stiklað
á stóru.
II. Ofnæmiskvef
1. Skilgreining: Sjúkdómur í slímhúð efri loftvega og augna, sem stafar af
ofnæmi.
2. Orsakir: helstu ofnæmisvaldar í heyi eru: Heymaurar, frjókorn ,musahár
og þvag.
3. Einkenni: þau byrja fljótt, venjulega innan hálfrar klukkustundar