Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Qupperneq 35

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Qupperneq 35
33 Tugir maurategunda hafa fundist í heyi hér á landi, en flestar þeirra finnast aðeins stöku sinnum. Það eru ekki nema sex maurategundir sem eru nær alltaf i heyinu og mest er af. Þessar tegundir köllum við eiginlega heymaura. Lepidoglyphus destructor er fremur stór maur, sem er mikið á ferðinni þrátt fyrir grannar lappir og löng stíf hár í allar áttir. Hann er algengastur í heyinu á haustin, þar sem hann stendur á beit í fyrstu myglunni. Þessi maur er reyndar sá heymauranna, sem algengast er að menn fái ofnæmi fyrir. Acarus farris er nokkuð minni, með rauðleitar lappir og fremur hægfara. Hann kemur heldur seinna fram á sjónarsviöió. Tyrophagus longior er í útliti mitt á milli tveggja fyrrnefndu tegundanna. Hann þrífst best i hlýrra umhverfi en hinir og er því sjaldan mikið af honum hér á landi. 1 Færeyjum er hann aftur á móti talsvert algengari. Þegar kannað er hvort fólk er með ofnæmi fyrir heymaurum, þá er það gert þannig, að efni úr þessum þrem fyrrnefndu maura- tegundum eru rispuð inn i húðina og fylgst með viðbrögðum hennar. Hinar þrjár heymaurategundirnar eru einnig algengar, en enn er ekki vitað hvort fólk fær ofnæmi gegn þeim. Cheyletus eruditus er stórvaxinn maur, með sterkar gripklær, enda lifir hann á þvi að ráðast á og éta hina maurana. Tydeus interruptus lifir einnig á þvi að ráðast á hina maurana og sjúga úr þeim næringu. Tarsonemus er minnstur eiginlegu heymauranna. Sú tegund sem hér hefur fundist er sennilega áður óþekkt. Oft er mjög mikið um þennan maur. Enn er ekki vitað á hverju hann lifir. Rannsakað hefur verið hér á landi hve fjöldi lifandi maura i heyi getur orðið mikill. Fyrst eftir að heyið er komið i hlöðu eru þeir svo fáir, aö erfitt getur verið að finna þá. Fyrsta árið eykst fjöldinn stöðugt, en minnkar siöan smám saman aftur. En jafnvel i 30 ára gömlu heyi eru enn lifandi maurar. Enda þótt lifandi maurum fækki meö árunum, þá safnast leifar þeirra og saur stööugt fyrir i heyinu, og það er einmitt þessi úrgangur sem veldur ofnæminu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.