Fréttablaðið - 26.11.2022, Síða 12

Fréttablaðið - 26.11.2022, Síða 12
Færri læður verði hvolpafullar en áður. Ástþór Skúlason, bóndi á Mela- nesi Meðalaldur refsins lækkað umtalsvert. Ester Rut Unnsteinsdóttir, líffræðingur Melrakkinn á undir högg að sækja á vestanverðu landinu, en þar hefur meðalævi hans styst til muna. Tilgáta er uppi um að plastmengun í sjó dragi líka úr frjósemi hans. ser@frettabladid.is DÝRALÍF Enda þótt refastofninn á Íslandi hafi almennt styrkst frá síðustu niðursveiflu fyrir tæplega fimmtán árum eru merki þess að meðalaldur melrakkans sé að lækka og ófrjósemi að aukast, einkum og sér í lagi um vestanvert landið. Þetta staðfestir Ester Rut Unn- steinsdóttir líf fræðingur sem hefur um árabil kannað viðkomu refastofnsins um allt land, en hún segir hann hafa sveif last nokkuð á þessari og síðustu öld. Stofninn hafi verið í sögulegu lágmarki fram til 1980 þegar mikill vöxtur hljóp í hann sem varði allt til 2008, en þá hafi sveiflan legið niður á við á ný. Á allra síðustu árum hafi stofninn þó heldur hjarnað við. Núna séu um níu þúsund tófur í stofninum, mælt að haustlagi, að meðtöldum fjögurra mánaða yrð- lingum, en blikur séu þó á lofti. „Við sjáum núna landfræðilegan mun á stofninum. Á austurhluta landsins er hann í jafnvægi, en við greinum fækkun á því vestanverðu, svo sem í friðlöndunum á Hornströndum og utanverðu Snæfellsnesi,“ segir Ester Rut. Hún segir athyglisvert að ófrjó- semi hafi aukist á því svæði, en samhliða hafi meðalaldur lágfót- unnar lækkað. „Það er algengara á seinni árum að refurinn á vestur- hluta landsins nái aðeins tveggja til fjögurra ára aldri, en áður náði hann vanalega fjögurra til sex ára aldri að meðaltali,“ segir Ester Rut, en elstu refir hér á landi hafa orðið allt að níu ára samkvæmt rann- sóknum. Ástþór Skúlason, bóndi á Mela- nesi á Rauðasandi, sem er þaulvön refaskytta og hefur vitjað grenja um áratugaskeið, telur augljóst að frjósemi tófunnar hafi minnkað á undanförnum árum. „Það leikur ekki nokkur vafi á því,“ segir hann í samtali við blaðið. „Frjósemin virðist vera á undanhaldi. Og ekki einasta er það reynsla okkar hér vestra að færri læður verði hvolpa- fullar en áður, heldur eignast þær læður, sem þó verða hvolpafullar, mun færri yrðlinga en fyrrum tíð,“ segir Ástþór. Kenningar hafi verið uppi um að þessa auknu ófrjósemi megi rekja til plastmengunar sem stafar af sjókvíaeldi vestra, sem hefur vaxið til muna á síðustu árum, en hún fari í fugla og þaðan í melrakkann. Ester Rut kveðst ekki geta stað- fest að svo sé, en rannsóknir á þeim þáttum vanti. Enginn vafi er þó í huga Veigu Grétarsdóttur í þeim efnum, en hún reri sem kunnugt er á kajak sínum hringinn í kringum Ísland, rangsælis, fyrst kvenna, sumarið 2019 – og komst þar í mikið návígi við rebba. Hún kveðst á ferðum sínum hafa mælt þessa mengun. Á gömlum og nýjum fóðurrörum sem notuð eru í kvíunum muni um 100 grömmum á metrann. Í hverju kvíastæði séu allt að fimm kílómetrar af rörum og þaðan fari því minnst 200 kíló af plasti í sjóinn á ári. „Á öllum kvíasvæðunum vestra erum við því að sjá á eftir tveimur til þremur tonnum af plasti í lífríkið á hverju ári,“ segir Veiga Grétarsdóttir. n Meðalaldur refa lækkar og frjósemi minnkar Melrakkinn heldur sig við sjávarsíðuna, en hagur hans í friðlöndum á Snæ- fellsnesi og Hornströndum, svo og almennt á vestanverðu landinu, hefur versnað á undanliðnum árum. MYND/AÐSEND Einangraður á Íslandi frá ísöld Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheim- skautið. Rannsóknir á erfða- efni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangr- aður hér á landi frá því að ísöld lauk. Helsta orsökin er sú að Ísland liggur tiltölu- lega langt frá hafísnum sem leggst yfir norðurhvelið að vetrarlagi og skapar greiðar farleiðir fyrir refi. Þótt sýnt hafi verið fram á að íslenski refastofninn sé einangraður nú á tímum er talið líklegt að hingað hafi borist stöku dýr með hafís frá Grænlandi á kuldaskeiðum fyrri alda. Nú eru um níu þúsund refir í stofninum hér á landi. Heimild: Náttúrufræðingurinn 12 Fréttir 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.