Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2022, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 26.11.2022, Qupperneq 92
Þórunn Guðmundsdóttir, tónskáld og söngkennari við Menntaskólann í tónlist, er bæði hand- ritshöfundur og tónskáld verksins, en þetta er í fyrsta skipti sem hún skrifar handrit þar sem markhópurinn er börn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Reyna að fá börnin til að hlæja Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri sýnir jólasöngleik fyrir börn á Norðurlandi í aðdraganda jóla. Söguþráð- urinn byggir á arfi íslenskra jólasagna, þar sem börnin fá að kynnast ýmsum kyn- legum kvistum. Þetta er hugsað sem hrein- ræktuð skemmtun og við reynum að nota svo- lítið húmorinn til að ná til krakkanna,“ segir Þór- unn Guðmundsdóttir, tónskáld og söngkennari við Menntaskólann í tónlist. Þórunn er handritshöfundur og tónskáld nýs jólasöngleiks/óperu sem sýndur verður fyrir öll sex til tíu ára grunnskólabörn á Norðurlandi í aðdraganda jóla. Þórunn segir verkið það fyrsta sem hún skrifi, sem sé eingöngu miðað að börnum. „Það hefur þó komið oftar en einu sinni fyrir að ég hef verið að skrifa söngleik eða eitthvað annað sem ég hef hugsað fyrir fullorðna. Svo kemur oft í ljós, seinna meir, að þetta höfðar mikið til barna líka. Kannski er ég bara svona barnsleg í mér,“ segir Þórunn og hlær. Hún segist þó sannfærð um að fullorðnir geti líka skemmt sér á sýningunni, enda séu sögupersónurnar flestum landsmönnum vel kunnar. Allir grunnskólar á Norðurlandi Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri sér um leik og söng í sýningunni, en hópurinn var stofnaður fyrir rúm- lega ári síðan. Hópinn skipa þau Erla Dóra Vogler mezzósópran, Björk Níelsdóttir sópran og Jón Þorsteinn Reynisson harmoníkuleikari. Leik- stjórn er í höndum Jennýjar Láru Arnórsdóttur og sér Rósa Ásgeirs- dóttir um búningahönnun. „Hópurinn var stofnaður utan um bæði þetta verkefni og von- andi framtíðarverkefni. Fyrsta hugmyndin var að sinna börnum og list fyrir börn og við vorum svo heppin að komast í samband við List fyrir alla, sem sér um að koma list og listviðburðum í grunnskóla. Þá var ramminn orðinn það skýr að ákveðið var að miða við hálftíma leiksýningu eða söngsýningu sem færi í alla grunnskóla á Norðurlandi, allt frá Vopnafirði til Hvamms- tanga,“ segir Þórunn. innblásinn af arfi jólasagna Þórunn segir að f ljótlega í ferlinu hafi sú hugmynd komið upp að nálgast verkefnið með íslenskan jólasöguarf í huga, sem sé mjög merkilegur fyrir margar sakir. „Við eigum svo margar skemmti- legar jólafígúrur, sem eru sumar Sviðslista- hópinn Hnoðri í norðri skipa þau Erla Dóra Vogler mezzó- sópran, Jón Þorsteinn Reynisson harmoníku- leikari og Björk Níelsdóttir sópran. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÞÓRUNN gUÐ MUNDSDÓTTIR Við eigum svo margar skemmti- legar jólafígúrur, sem eru sumar svolítið grimmar og hættu- legar, en geta líka verið bæði gjafmildar og kjána- legar. Þannig að þetta var niður- staðan. svolítið grimmar og hættulegar, en geta líka verið bæði gjafmildar og kjánalegar. Þannig að þetta var niðurstaðan, að einbeita sér að þessum jólum og jólafígúrum, sem í sögunni hitta mjög frægar systur, þær Sollu sem er alltaf í bláum kjól og Gunnu sem er á nýjum skóm,“ segir Þórunn, og vísar í þær stöllur Sollu og Gunnu í jólavísunni, Nú er Gunna á nýju skónum, sem eru flestum Íslendingum vel kunnugar. „Þetta eru stelpur sem margir kannast við úr þessari frægu jóla- vísu, en við vitum samt ekkert mjög mikið um þær,“ segir Þórunn. Þrír flytjendur Þrátt fyrir að flytjendur sýningar- innar séu eingöngu þrír eru börnin kynnt fyrir fimm persónum sem margir kannast ef laust við. Söng- konurnar tvær, þær Björk og Erla Dóra, leika hvor um sig tvær per- sónur, og harmoníkuleikarinn Jón Þorsteinn leikur jólaköttinn. „Auk Sollu og Gunnu erum við með Grýlu sem kemur fyrir og svo erum við með jólaköttinn og Stúf. Það eru þessar þrjár mjög þekktu jólapersónur sem eru mislævísar, en hafa bæði sínar góðu og slæmu hliðar,“ segir Þórunn og heldur áfram: „Þetta byrjar eiginlega á því að jólakötturinn nennir ekki lengur að fara til byggða því það eru ekki lengur til nein fátæk börn sem fá ekki flíkur fyrir jólin,“ segir Þórunn. „Grýla segir þetta bölvaða vit- leysu, hann verði að fara því þetta sé hans hlutverk. Þau taka lagið saman og spilar jólakötturinn undir á harmoníku. Þetta er svona viðlagið í sýningunni þar sem Grýla syngur: „Góðu börnin finnst mér verst, en vondu börnin eru alltaf best – á bragðið.“ Þannig að þau eru svona að sitja um óþekk og fátæk börn, sem manni finnst svolítið grimmi- legt í dag, að refsa fólki fyrir að vera fátækt,“ segir Þórunn. Vilja að skemmta börnum Að sögn Þórunnar er ekkert eitt meginþema í sýningunni. Til- gangurinn sé alfarið að skemmta börnum og fá þau til að hlæja í aðdraganda jóla. Þó hafi hún ákveð- ið að snerta aðeins á einelti. „Eftir að jólakötturinn leggur af stað til byggða ákveða þær Gunna og Solla að fara í verslunarferð í bæinn til þess að versla jólagjafir. Þær verða viðskila og viti menn, Gunna hittir Stúf og þar komum við inn á einelti. Stúfur segir henni að hann heiti ekkert Stúfur, heldur séu það bræður hans sem eru alltaf að stríða honum sem kalla hann Stúf. Í rauninni heitir hann Siggi,“ segir Þórunn. Það komi þó ekki að sök því Stúfur, fullur af sjálfstrausti, taki lagið um hvað hann sé mikill ofurkappi, þrátt fyrir að vera lítill. Verkið í stöðugri þróun Þórunn segir samstarfið við alla þá sem komi að sýningunni hafa verið einstaklega gjöfult. Hópurinn sé náinn, enda séu þau bara sex sem komi að verkefninu. „Auk tveggja söngkvenna og harmoníkuleikara er leikstjóri, búningahönnuður og svo ég. Þar sem ég bý í bænum og hef ekki getað tekið þátt með því að vera á staðnum hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með úr fjarska. Bæði hef ég fengið vídeó og myndir af búningum og myndir af æfing- um, þannig að mér finnst ég hafa verið hluti af æfingaferlinu,“ segir Þórunn. „Verkið hefur líka svolítið þróast á æfingatímabilinu, en ég hef feng- ið bæði hugmyndir um breytingar frá þeim og svo höfum við verið að kasta hugmyndum á milli sem er mjög skemmtilegt,“ bætir Þórunn við. Þá hafi hópurinn bæði hannað og búið til leikmyndina. „Þannig að þetta er allt heima- smíðað, leikmyndin, búningarnir tónlistin og textinn. Þetta er allt gert frá grunni,“ segir Þórunn. Mikilvægt að upplifa listir Þórunn segir það skipta gríðarlega miklu máli fyrir börn að upplifa listir og leikhús. Upplifunin sé allt önnur en að horfa á barnaefni í sjónvarpi. „Að fá lifandi f lutning, fá þessa nánd og að upplifa þetta beint í æð og alast upp við þetta smátt og smátt skiptir miklu máli,“ segir Þórunn. „Við gerum þó ekki ráð fyrir að þau hafi endalausa athygli þannig að þetta er bara hálftíma langt. En að koma þeim á bragðið að njóta þess að vera í leikhúsi og njóta þess að hlusta á tónlistarflutning skiptir alveg gríðarlega miklu máli,“ segir hún.  „Þau fá þarna í einum pakka klassík og íslenskan menningararf með smá sprelli, sem ég held að sé bara mjög gott fyrir börn,“ bætir Þórunn við. Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri verður á faraldsfæti um Norðurlandið í lok nóvember og byrjun desember, en áætlað er að sýnt verði í  þrjátíu grunnskólum fyrir tæplega tvö þúsund börn í 1.–4. bekk.n Erla María Davíðsdóttir erlamaria@ frettabladid.is 48 Helgin 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRéttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.