Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 38

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 38
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939 andlega aðstoð frá Þýzkalandi. Eitt af þessum „Bund“ í bænum Coli í Colombia við landamæri Panama lætur meðlimi sína stunda reglulegar heræfingar. Þýzkaland hefir tekið íþrótt- irnar mjög kröftuglega í sína þjónustu. í íþróttamálum er jafn- vel sérstök utanríkismáladeild undir stjórn Schulenberg hertoga. Heiðursmerki fyrir íþróttir og líkamleg afrek og gjörvileika fá vitanlega einungis þeir, sem í „anda og sannleika“ eru tengdir hinu nýja Þýzkalandi. Þau eru notuð sem agn fyrir börn og ung- linga og hafa sín áhrif. Schulen- berg hefir fjölda íþróttamanna og íþróttafræðinga yfir að ráða, sem sífellt básúna kenningar sín- ar um íþróttir, karlmennsku og nazisma og senda þær á bylgjum útvarpsins til hinnar fjarlægu heimsálfu. í Brazilíu, Argentínu og mörg- um öðrum ríkjum Suður-Ameríku hefir önnur og þriðja kynslóðin, afkomendur þýzkra innflytjenda, verið „endurheimt", sem kallað er, þeir hafa aftur fengið andlegt heimkynni innan vébanda ný- þýzkrar menningar. Þess er getið til, að í Brazilíu muni innan skamms myndazt hálfsjálfstætt ríki þýzkra manna. Sendiherraskrifstofur Þýzka- lands í Suður-Ameríku hafa flestar einskonar aukaskrifstofur, þar sem vitanlega er starfað að útbreiðslu nazismans. Sendiboðar Þýzkalands geta unnið þar ó- áreittir í helgi sendiherraskrif- 36 stofanna. Þeir semja þar skýrslur sínar og skrár og þeir eru í beinu sambandi við hina þekktu leyni- lögreglu Þýzkalands, Gestopo. Fulltrúar Gestapo ferðast í margskonar dulargervum um Suður-Ameríku. Sumir þeirra eru verzlunarmenn eða sérfræðingar og hafa þar fasta búsetu. Þeir gefa fyrst og fremst upplýsingar um alla menn af þýzkum ættum í sínú umdæmi og alla andúð eða mótspyrnu gegn nazistiskum kenningum yfirleitt. Á þennan hátt getur Þýzkaiand fylgzt með öllu, sem er áð gerast í fjarlæg- ustu löndum. Það veit, hvenær á að herða á skrúfunum. Eftir þrí- veldasamninginn milli Þjóðverja, ítala og Japana, hefir ýmislegt komið fram, sem bendir til sam- vinnu milli leynierindreka þess- ara þjóða. * Barátta nazismans er þannig ekki einungis barátta um þýzka verzlun, heldur einnig barátta um líkama og sál allra manna af þýzkum ættum, sem búsettir eru í Suður-Ameríku. Að Gyðingum einum undanskildum, má svo heita, að þessi barátta hafi haft áhrif í flestöllum tilfellum, jafn- vel þó að andnazistiska blaðið „Argentinisches Tageblatt“ sé enn gefið út. Nýlega var gerð tilraun til að brenna hús það, sem blaðið hefir í bækistöð sína. Þýzkir kaupmenn hafa nauðug- ir viljugir orðið að beygja sig und- ir hið þýzka áhrifavald. Þeir, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.