Borgfirðingabók - 01.12.2004, Blaðsíða 13
Borgfirdingabók 2004
11
til íyrsta stjórnarfundar boðuðu þeir Daníel og Ingimundur
miðvikudaginn 29. janúar næstan eftir stofnfund, á öndverðu
ári 1964, og skyldi fundurinn haldinn í Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðju Akraness, en þar var Valdimar Indriðason þá fram-
kvæmdastjóri. Þarna, í skrifstofu hans, komum við saman í
bezta yfirlæti og er við vorum seztir mælti Daníel fram þessa
setningu:
,ylúli það sé þá ekki það íyrsta að skipta með sér verkum?“
Og Ingimundur svaraði um hæl:
„Eg vil nú gera það að tillögu minni að Daníel Brandsson sé
kosinn formaður.“
Þetta studdum við allir hinir, en síðan var fulltrúi Borgfirð-
ingafélagsins, Sigurður Jónsson frá Haukagili, kosinn varafor-
maður, Ingimundur Asgeirsson gjaldkeri og ég ritari, en Valdi-
mar Indriðason varð meðstjórnandi. Hann átti síðar eftir að
verða formaður félagsins um skeið, en Daníel Brandsson baðst
undan stjórnarstörfum 1985. Ingimundur hafði hætt í stjórn
1977.
Þegar félagið hafði verið við lýði á fjórða ár sá fyrsta ritið
dagsljósið, Ibúatal miðað við 1. desember 1964. Hafði Petra
Pétursdóttir, sem um árabil var húsfreyja að Skarði í Lundar-
reykjadal, boðizt til að annast samantekt þess, og var því boði
að sjálfsögðu tekið fegins hendi. Var hér kominn fyrsti vísir að
hinni reglubundnu útgáfu á íbúatali því sem síðan hefur verið
haldið í horfinu og flestir líta nú á sem einhverja ákveðna áætl-
un sem eigi verði haggað. En alls hefur íbúatalið nú verið gef-
ið út átta sinnum.
Sú ákvörðun að leggja óhikað út í áframhaldandi ritun og
útgáfu Borgfirzkra æviskráa mæltist vel fyrir, því ættatengsl og
aðrir þættir persónusögu hafa ætíð átt vel upp á pallborðið hjá
þorra rnanna. Útgáfa æviskránna byrjaði 1969, sé miðað við út-
komuár I. bindis, og nú eru bindin orðin 12 að tölu.
Innan um tíðina urðu svo Akranesbindin fjögur til (Æviskrár
Akurnesinga ) og loks var ársritið Borgfirðingabók gefið út í
þremur heftum fyrir rúmum tuttugu árum. Allmikið hefur nú
síðustu árin verið rætt um endurvakningu þessa rits, sem ætti
að geta orðið álitlegt framfaraspor en þyrfti þó að fella ýmis-
legt að breyttum háttum að minni hyggju. Með því allra fýrsta
fyndist mér þá að allar hinar rúmfreku hagtöluskrár bæjarfé-