Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 14

Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 14
12 Borg/irðingabók 2004 laga, stofnana eða atvinnugreina yrðu þar endanlega á bak og burt, enda les þann þurra fróðleik ekki nokkur maður sem tek- ur sér héraðsfræðirit í hönd. Svipað finnst mér raunar gilda í höfuðatriðum um eftirmælaþætti þá sem verulegur ofvöxtur var hlaupinn í, enda hlyti óumflýjanlega að koma að því að rit- ið rúmaði ekkert annað nema því efni yrðu verulegar skorður settar . Já, ýmislegt hefur verið bollalagt og ýmsir palladómar fallið um hitt og þetta í fari félagsins. Og eins og nærri má geta hef- ur gamansemin oftsinnis farið á flug og skilið eftir sig ummæli sem við í félaginu höfum ekki séð ástæðu til að gleyma. Hafa okkar ágætu skrásetjarar þá ekki farið varhluta af gríni og galsa þeirra sem gert hafa sér að skyldu að leggja þeim allskyns til- búna afstöðu í munn. Þannig lét kunningi minn einn sem að öðru leyti hafði mætur á æviskráningu og þess háttar útgáfu- starfsemi svo um mælt fyrir þó nokkrum árum að það hlyti að fara að teljast nokkur hnekkir fyrir heimildagildi ættrakning- anna þegar feðurnir væru orðnir yngri en synirnir! Guðmundur lllugason gat þess á aðalfundi 1966 að ýmsar ástæður yllu því að verkið gengi ekki eins hratt fyrir sig og á yrði kosið. Skýrði hann í gamanmáli út þá kenningu sína að út- gáfa slíkra rita gæti í einstaka tilviki öðlast ávinning við aukna bið, til að mynda ef tala hjákvenna vissra fýrri tíðar manna kynni að hækka við nánari uppgröft mögulegra heimilda! Það var löngum eitt af fangaráðum okkar til öflunar tekna að rita sveitarstjórnum árlegt bréf með beiðni um fjárstyrk til útgáfunnar og kom lengi vel í minn hlut að eiga þátt í þeim bréfaskriftum. Arangurinn var stundum eilítið misjafn en þó allajafna fremur bærilegur og létti mjög undir í sambandi við ætlunarverkið. Eitt sinn er Ari Gíslason var framkvæmdastjóri jafnframt því að rita æviskrár af sínu alkunna kappi fékk ég skil frá einum oddvitanna og nokkrar sendibréfslínur með. Kvað hann sér hafa verið falið að bera fram fyllstu óánægju lneppsnefndar- innar með „allan þann aragrúa af vitleysum sem hrúgað væri saman í þessum ritum“ eins og hann orðaði það. Eg flýtti mér síðan sem mest ég mátti að koma ávísuninni til Ara, einnig með nokkrum línum, þar sem ég endursagði orðrétt fyrrnefnd ummæli í bréfi oddvitans. En með því að glettnin hafði hlaup-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.