Borgfirðingabók - 01.12.2004, Qupperneq 19
Borgfirdingabók 2004
17
af bókum, og fyrir því að geta lært að skrifa. Þar næst þarf
alþýðumaðurinn að kunna að Iesa skrift og skrifa sjálfur;
sem er skilyrði fyrir að geta átt viðskipti og viðræður við
fjarlæga menn, án samfunda. Þar næst er að kunna ofur-
lítið að reikna."1
Vitnisburður alþýðufrœðimanns
Þótt kröfurnar sem Helgi skólastjóri gerir hér til menntunar
alþýðumanna sýnist ekki miklar á mælikvarða nútímans, er
þess að gæta að þær gengu þó verulega miklu lengra en laga-
skyldan og framkvæmd bauð á þessum tíma, þ.e. áður en lög
um uppfræðslu í skrift og reikningi tóku gildi 1880. Um þetta
má leiða til vitnis alþýðufræðimanninn Kristleif Þorsteinsson
(f. 1861) á Stóra-Kroppi í Reykkholtsdal. Um 1940 minntist
hann uppvaxtarára sinna í Borgarfirði kringum 1870, í ritgerð-
inni „Borgfirzk æska fyrir sjötíu árum“, m.a. svofelldum orð-
um:
Lesturinn og spurningakverið var það eina, sem krafízt
var þá, að börnin kynnu um fermingaraldur. Ur því máttu
flestir vera nokkuð sjálfráðir um, hvort þeir vildu nokkru
við það bæta. Flestar mæður töldu dætrum sínum vel
borgið með þá bóklegu menntun, sem prestar kröfðust
við fermingu, enda urðu þær að láta þar við sitja. En pilt-
um var talið nauðsynlegt að læra skrift.iv
Hinn óskólagengni fræðimaður hefur lýst flestum öðrum
samtímamönnum betur menntunar- og menningarástandi
þessa tímabils. Ef lagðar eru saman ritgerðir hans þrjár, sem
birtust í Ur byggðum Borgarfjarðar, 1.-2. b., „Frá bernskuárun-
um“, „Borgfírsk æska fyrir sjötíu árum“ og ,Aþýðumenntun“,
þá blasir við heildstæð mynd af hefðbundinni, kristilegri sveita-
menningu fyrir 1870 þegar umbreytingar fóru að hefjast að
marki.' Þess er að gæta að Kristleifur gat rakið sig furðu langt
aftur í tímann í krafti eigin minninga. Gegnum foreldra sína
náði hann þannig í menningararfleifð Guðnýjar Snorradóttur
á Húsafelli, afasystur sinnar, m.a. í sagnir um draugana sem
langafi hans, Snorri, kvað niður í Draugarétt.'1 Sjálfur hafði