Borgfirðingabók - 01.12.2004, Blaðsíða 40
38
Borgfirðingabók 2004
vegarstæði vestan undir Akrafjalli og yfir leirurnar í Grunna-
firði.
Þessar samgöngubætur geta skipt máli í þeirri þróun sem
hér er lýst. Efling annarra samgangna og Ijarskipta skiptir ekki
síður máli, í tölvutengingum og hvers konar fjartengingum.
Til ills eða góðs ?
Spurningin er: Er þetta allt óæskileg þróun?
Er það óæskilegt að hátekjufólk úr höfuðstaðnum verji löng-
um tíma á Miðvesturlandi og nýti sér og greiði fýrir dagvöru,
aðra neyslu og samfélagsþjónustu hér? Er það vont að Borgnes-
ingar hætti að vinna lágverðsvöru í matvælum en fari að starfa
í litlum sérhæfðum einkafýrirtækjum sem vinna hágæðavöru á
háu verði fyrir sérstaka markaði? Er það óheppilegt að menn
sem vinna við hátæknistörf og sérfræðistörf línutengdir með
tölvuna sína í heimahúsi setjist að í Borgarfirði og á Mýrum og
haldi áfram fýrri störfum sínum við fýrirtæki í höfuðborginni,
eða jafnvel í útlöndum? Er það óheppilegt að Borgfirðingur
sem verður að leita sér að vinnu annars staðar, jafnvel erlend-
is, haldi áfram að eiga heimili hér og dveljast hér meira eða
minna, eftir til vill samtals um þriðjung ársins?
Það getur ekki talist óæskileg þróun að menn eflist að nýrri
menntun og nýstárlegri starfsþjálfun til að takast ný störf á
hendur. Slíkt er öllum bæði hollt og gott. Islendingar hafa að-
eins gott af því að þurfa að taka í lurginn á sjálfum sér og ganga
hiklausir og metnaðarfullir á vit nýrra tíma, nýrra aðstæðna og
nýrra ævintýra.
Þróunin er frá fábreytni og lágtekjum til fjölbreytni, til sér-
hæfðra þjálfaðra starfa með hærri launum. Þessu fylgir meiri
áhætta, meiri sveiflur, og menn verða að standa sig betur á allt
öðrum sviðum en hingað til hefur reynt á. Hafi menn verið að
selja líkamlega vinnu í tímamælingu hingað til kallar framtíð-
in á kunnáttu, hugkvæmni, frumkvæði, aðlögunarhæfni, nýj-
ungagirni, jafnvel snilld.
Og framtíðin borgar eftir því hvernig menn standa sig í
þessu. Og framtíðin verður kröfuhörð og miskunnarlaus.