Borgfirðingabók - 01.12.2004, Side 46
44
Borgfirðingabók 2004
þannig skemmtilega á óvart. Um teljarann í Sveðjufossi gengu
1556 laxar og af þeim veiddust 615 laxar eða 40,3% af göng-
unni. Mikil laxaveisla var því í Langá sumarið 2003, enda varð
áin í efsta sæti stangaveiðinnar í vertíðarlok.
Veiðin annars staðar á Mýrunum varð einnig góð. Urriðaá
er lítil á sem varla rennur í þurrkum, en samt veiddust þar 80
laxar, sem er umfram meðalveiði árinnar. Náttúruperlan Alftá
og Veita er jafnan gjöful. Þar veiddust 278 laxar sem er nálægt
meðalveiðinni. Sterkur sjóbirtingsstofn er einnig í ánni, og er
urriði vaxandi eins og víða annars staðar á þessu landsvæði.
Við ljúkum svo yfirreiðinni í Hítará. Þar veiddust 448 laxar,
sem er langt yfir meðalveiði árinnar. Vatnasvæði árinnar er víð-
áttumikið, en áin líður nokkuð fyrir skort á góðum búsvæðum
fyrir lax. Markviss og árangursrík ræktun með sjógönguseið-
um hefur hins vegar skilað ánni góðum göngum.
Lítil saga af Hvítárvalla-Skottu
Sonur Sigurðar sýslumanns á Hvítárvöllum, er Skotta var
upphaflega send til, var Jón prestur í Hvammi í Norðurár-
dal. Dóttir hans var Ragnheiður er giftist Einari Guðbrands-
syni og bjuggu þau að Brekku í Norðurárdal. Var hún eftir
það kölluð Brekku-Skotta og gerði ýmsar skráveifur, en þó
engar stórfelldar. A þessum árum var Þórður Þorsteinsson
prestur í Hvammi.
Eitt sinn var hann á reið um sókn sína; haíði hann farið
niður í dal að erindum sínum og lá leið hans um bakka þá
er liggja á milli bæjanna Brekku og Hraunsnefs og kallast
Pálsengi. Prestur sér þá hvar Skotta kemur að honum. Hef-
ur hún engar sveiflur á því nema sest á bak fyrir aftan hann.
Prestur var maður einbeittur og lét sér ekki bilt við verða.
Rennir hann sér hið skjótasta af baki, sker á gjörðina og
strýkur hnakkinn aftur af. Því næst fer prestur á bak aftur og
reið berbakt heim til sín, en Skotta sást sitja í hnakknum
lengi dags og barði fótastokkinn.
(Eftir sögn Borgfirdinga 1860)
Þjóðsögur Jóns Árnasonar I. bindi 1862, bls 364-65.