Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 46

Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 46
44 Borgfirðingabók 2004 þannig skemmtilega á óvart. Um teljarann í Sveðjufossi gengu 1556 laxar og af þeim veiddust 615 laxar eða 40,3% af göng- unni. Mikil laxaveisla var því í Langá sumarið 2003, enda varð áin í efsta sæti stangaveiðinnar í vertíðarlok. Veiðin annars staðar á Mýrunum varð einnig góð. Urriðaá er lítil á sem varla rennur í þurrkum, en samt veiddust þar 80 laxar, sem er umfram meðalveiði árinnar. Náttúruperlan Alftá og Veita er jafnan gjöful. Þar veiddust 278 laxar sem er nálægt meðalveiðinni. Sterkur sjóbirtingsstofn er einnig í ánni, og er urriði vaxandi eins og víða annars staðar á þessu landsvæði. Við ljúkum svo yfirreiðinni í Hítará. Þar veiddust 448 laxar, sem er langt yfir meðalveiði árinnar. Vatnasvæði árinnar er víð- áttumikið, en áin líður nokkuð fyrir skort á góðum búsvæðum fyrir lax. Markviss og árangursrík ræktun með sjógönguseið- um hefur hins vegar skilað ánni góðum göngum. Lítil saga af Hvítárvalla-Skottu Sonur Sigurðar sýslumanns á Hvítárvöllum, er Skotta var upphaflega send til, var Jón prestur í Hvammi í Norðurár- dal. Dóttir hans var Ragnheiður er giftist Einari Guðbrands- syni og bjuggu þau að Brekku í Norðurárdal. Var hún eftir það kölluð Brekku-Skotta og gerði ýmsar skráveifur, en þó engar stórfelldar. A þessum árum var Þórður Þorsteinsson prestur í Hvammi. Eitt sinn var hann á reið um sókn sína; haíði hann farið niður í dal að erindum sínum og lá leið hans um bakka þá er liggja á milli bæjanna Brekku og Hraunsnefs og kallast Pálsengi. Prestur sér þá hvar Skotta kemur að honum. Hef- ur hún engar sveiflur á því nema sest á bak fyrir aftan hann. Prestur var maður einbeittur og lét sér ekki bilt við verða. Rennir hann sér hið skjótasta af baki, sker á gjörðina og strýkur hnakkinn aftur af. Því næst fer prestur á bak aftur og reið berbakt heim til sín, en Skotta sást sitja í hnakknum lengi dags og barði fótastokkinn. (Eftir sögn Borgfirdinga 1860) Þjóðsögur Jóns Árnasonar I. bindi 1862, bls 364-65.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.