Borgfirðingabók - 01.12.2004, Síða 58
56
Borgfirdingabók 2004
ar. Heimildir eru einnig um menn hafi rænt ungum úr hreiðr-
um, svo sem úr Strokki við Langárósa um 1890 (Sólmundur
Sigurðsson 1982). Fáar samtímaheimildir eru um þennan
„veiðiskap“, en þó má nefna afar athyglisverða lýsingu frá 1909
sem Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri benti mér á, en hana er
að fínna í dagbók Stefáns Baldvinssonar (1909), síðar bónda í
Loðmundarfirði: „31. maí... Jeg skaut Orn úti í Kistuhöfða og
tel jeg það einn af mestu merkisviðburðum í lífi mínu, því það
er mjög sjaldgæft að slíkt eigi sér stað, því ernir eru nú
sjaldsjeðir fuglar.“ Þrátt fyrir þessi miklu tímamót, gleymir Stef-
án ekki að geta um hið daglega amstur því næsta setning í dag-
bókinni hljómar svo: „Haldið hjer kú frá Hvítárvöllum.“ Örn-
inn var síðan sendur til uppstoppunar og varð stofustáss á
Hvanneyri.
Örnum fækkaði hratt á landinu um aldamótin 1900 (sjá t.d.
Bjarna Sæmundsson 1922). Alitið er að um 9 pör hafi orpið í
Borgarfjarðar- og Mýrasýslum um 1890; þau voru um fjögur
um aldamótin 1900, en aðeins eitt eftir 1920, þ.e. í Flyðrum í
Hafnarfjalli. Þetta síðasta par dó út laust fyrir 1950 og hafði
orðið fýrir ónæði skömmu áður. Bíræfnir strákar stálu ungan-
um, fóru með hann niður á Akranes, stilltu honum á stól og
létu mynda hann! Unganum var reyndar komið í hreiðrið að
nýju, og ernirnir hvekktust ekki meira en svo að þeir urpu
a.m.k. einu sinni aftur, en þá var saga varpsins öll. Um þetta
makalausa ungarán má lesa í grein eftir einn þeirra sem hlut
átti að máli, Þorvald Steinason (1946) frá Narfastöðum í Mela-
sveit. A næstu áratugum voru ernir sjaldgæfir gestir í héraðinu,
en árið 1969 gerðust þau undur og stórmerki að arnarpar sló
sér niður á ónefndum stað og reyndi varp, en síðan ekki sög-
una meir. Arið 1972 setti annað par niður bú og reyndi síðan
að verpa næstu 10 árin en ávallt án árangurs. Þegar því loks
tókst að koma upp ungum fór varpið að ganga vel, og enn
verpa ernir á þessu óðali. Fleiri arnarpör bættust síðan smám
saman í hópinn (1974, 1980, 1985, 1992 og það síðasta 1996).
Nú verpa í 6 arnarpör í Borgarfjarðarhéraði eða 10% stofnsins.
Óhætt er að segja að landeigendur og aðrir umráðamenn
lands hafa (með einni undantekningu!) tekið örnunum vel og
verið vakandi yfir viðgangi þeirra. Þrátt fýrir að margir viti hvar
ernir eiga óðul er mælt með því að menn haldi þeim upplýs-