Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 83
Borgfirdingabók 2004
81
stöðumaður fræðslu-, menningar- og tómstundasviðs utan um
starfsemina. Grunnskóli í Borgarnesi er stærsti vinnustaður
sveitarfélagsins. Fjöldi nemenda er 330 og við skólann starfa
tæplega 60 starfsmenn í 44 stöðugildum. Við skólann er rekin
daggæsla fyrir yngstu nemendurna. I grunnskólanum á Varma-
landi sem Borgarbyggð rekur í samstarfi við Hvítársíðurhrepp
eru 170 nemendur og 30 starfsmenn í 24 stöðugildum. I Borg-
arnesi er leikskólinn Klettaborg, en yngsta deild skólans, Máva-
klettur, er rekin í sérhúsnæði. Alls eru 104 börn í leikskólan-
um, og við skólann starfa 30 manns í 24 stöðugildum. A Bifröst
er leikskólinn Hraunborg. Þar eru 55 börn á leikskólanum og
við skólann starfa 18 starfsmenn í 15 stöðugildum. A Varma-
landi eru 12 börn í leikskólanum, en starfsmenn eru fjórir í
tveimur stöðugildum. Borgarbyggð er aðili að Tónlistarskóla
Borgarfjarðar. Við skólann eru 253 nemendur og 12 starfs-
menn.
Borgarbyggð rekur íþróttamiðstöðvar í Borgarnesi og á
Varmalandi. I Borgarnesi eru 10 starfsmenn og á Varmalandi
er einn starfsmaður allt árið. Þess má geta að á árinu 2003 voru
alls 167.404 heimsóknir í íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. I
Borgarnesi eru reknar tvær félagsmiðstöðvar, Oðal fyrir yngri
unglinga og Mímir fyrir eldri unglinga. Starfsmenn við félags-
miðstöðvar eru tveir. Iþrótta- og æskúlýðsfulltrúi veitir forstöðu
rekstri íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðva.
Borgarbyggð á eignarhlut í fjórum félagsheimilum og sér
urn rekstur þeirra. Þessi félagsheimili eru Lyngbrekka, Valfell,
Þinghamar og Þverárrétt. Þá er Borgarbyggð eignaraðili að
Safnahúsi Borgarfjarðar, en í húsinu eru rekin fimm söfn í
samstarfí sveitarfélaga í Borgarfirði. Áiið 2003 voru íjórir fast-
ráðnir starfsmenn við húsið auk starfsmanna sem ráðnir voru
í tímavinnu. Loks er rétt að geta þess að á árinu 2003 var haf-
ist handa við að undirbúa stofnun Landnámsseturs í Borgar-
nesi með þátttöku sveitarfélagsins. Fyrirhugað er að opna setr-
ið vorið 2005.
Ársreikningur 2003
Rekstur Borgarbyggðar á árinu 2003 var í jafnvægi. Alls voru
tekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja bæjarins 1.019.850 mkr. Þetta