Borgfirðingabók - 01.12.2004, Side 112

Borgfirðingabók - 01.12.2004, Side 112
110 Borgfirdingabók 2004 Hún hafði stundum horft skelfd á oddhvöss hafurshornin og ímyndað sér að eitt þeirra stæði í gegnum hana sjálfa. Gott að hrútarnir áttu að fá að éta þá. Þótt fyrr hefði verið. Hún er fljót að snara sér í utanyfirfötin, lopapeysuna, úlpu, húfu og vettlinga. Pabbi kemur og tekur hana við hönd sér og leiðir hana fram bæjargöngin. Hún er ekki hrædd þegar hann er með. Hann getur áreiðanlega ráðið við draug. Þau fara út í hríðina, hún sýpur hveljur og pabbi tekur hana á handlegginn. Hún felur andlitið í hálsakoti hans. Hann opnar dyrnar á ystu krónni og þau koma inn í hlýjuna. Pabbi setur hana upp í garðann. Þetta er geitakróin og geiturn- ar koma strax og nudda sér jarmandi utan í pabba. Hafrarnir eru í stíu innar af. Þeir jarma líka. Nú verður gaman. Pabbi fer rakleiðis inn í hlöðu. I einu horninu standa nokkr- ar tunnur. Pabbi tekur lokið af einni tunnunni og eys úr henni með stórri tréskóflu upp í blikkfötu sem þarna stendur. Það er korn í tunnunni. „Komdu, hofróðan mín,“ segir pabbi, „og sjáðu hvað þeir verða allir glaðir, hann Spekingur, Fróði og Virgill.“ Hún eltir hann upp í garðann til hrútanna, nú hlýtur hann að fara að sækja hafrana. Þá hellir pabbi úr fötunni í garðann og segir í gælutón við hrútana: „Svona karlarnir, hér fáið þið þessa gómsætu hafra. “ Hún starir til skiptis á pabba sinn og hrútana og sannleikur- inn rennur upp fyrir henni, hversdagslegur, grútleiðinlegur og alls ekki umvafinn neinum ævintýraljóma. Hrútarnir eru bara að maula korn í staðinn fyrir að bryðja hafrabein. Hún stynur vonsvikin, en nógu hátt til að pabbi heyri: „Var það bara svona?“ Hún fer aftur að orga. Hún þagnar ekki fyrr en pabbi er búinn að bera hana inn í bæ og mamma hefur gefið henni kandísmola. Hún veit ekki að þessi saga á eftir að kalla fram bros og hlát- ur í fjölskyldunni um langa framtíð. Dettur síst í hug að lítill strákur, langömmubarn litlu systur, muni seinna heyra þessa sögu og velta henni fyrir sér. Sjálfri finnst henni þetta sorgar- saga og vonbrigða. Hún hafði hlakkað svo mikið til að sjá hrú- tana éta óhræsis hafrana. Einhvern veginn svona var sagan hennar ömmu. Drengur- inn skilur nú ekki alveg hvernig hægt er að hafa gaman af að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Borgfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.