Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 112
110
Borgfirdingabók 2004
Hún hafði stundum horft skelfd á oddhvöss hafurshornin
og ímyndað sér að eitt þeirra stæði í gegnum hana sjálfa. Gott
að hrútarnir áttu að fá að éta þá. Þótt fyrr hefði verið.
Hún er fljót að snara sér í utanyfirfötin, lopapeysuna, úlpu,
húfu og vettlinga. Pabbi kemur og tekur hana við hönd sér og
leiðir hana fram bæjargöngin. Hún er ekki hrædd þegar hann
er með. Hann getur áreiðanlega ráðið við draug. Þau fara út í
hríðina, hún sýpur hveljur og pabbi tekur hana á handlegginn.
Hún felur andlitið í hálsakoti hans.
Hann opnar dyrnar á ystu krónni og þau koma inn í hlýjuna.
Pabbi setur hana upp í garðann. Þetta er geitakróin og geiturn-
ar koma strax og nudda sér jarmandi utan í pabba. Hafrarnir
eru í stíu innar af. Þeir jarma líka. Nú verður gaman.
Pabbi fer rakleiðis inn í hlöðu. I einu horninu standa nokkr-
ar tunnur. Pabbi tekur lokið af einni tunnunni og eys úr henni
með stórri tréskóflu upp í blikkfötu sem þarna stendur. Það er
korn í tunnunni.
„Komdu, hofróðan mín,“ segir pabbi, „og sjáðu hvað þeir
verða allir glaðir, hann Spekingur, Fróði og Virgill.“ Hún eltir
hann upp í garðann til hrútanna, nú hlýtur hann að fara að
sækja hafrana.
Þá hellir pabbi úr fötunni í garðann og segir í gælutón við
hrútana: „Svona karlarnir, hér fáið þið þessa gómsætu hafra. “
Hún starir til skiptis á pabba sinn og hrútana og sannleikur-
inn rennur upp fyrir henni, hversdagslegur, grútleiðinlegur og
alls ekki umvafinn neinum ævintýraljóma. Hrútarnir eru bara
að maula korn í staðinn fyrir að bryðja hafrabein. Hún stynur
vonsvikin, en nógu hátt til að pabbi heyri: „Var það bara
svona?“ Hún fer aftur að orga. Hún þagnar ekki fyrr en pabbi
er búinn að bera hana inn í bæ og mamma hefur gefið henni
kandísmola.
Hún veit ekki að þessi saga á eftir að kalla fram bros og hlát-
ur í fjölskyldunni um langa framtíð. Dettur síst í hug að lítill
strákur, langömmubarn litlu systur, muni seinna heyra þessa
sögu og velta henni fyrir sér. Sjálfri finnst henni þetta sorgar-
saga og vonbrigða. Hún hafði hlakkað svo mikið til að sjá hrú-
tana éta óhræsis hafrana.
Einhvern veginn svona var sagan hennar ömmu. Drengur-
inn skilur nú ekki alveg hvernig hægt er að hafa gaman af að