Borgfirðingabók - 01.12.2004, Qupperneq 148
146
Borg/irdingabók 2004
um gögnum, en sjóndepra hamlar því núorðið að hún geti les-
ið sér til gagns. Fyrst var spurt, hver hefðu verið fyrstu kynni
hennar af leiklist.
„Eg mun hafa verið fimm ára þegar égfórfyrst á leiksýningu. Sýnt
var smáleikrit, er heitir Grái frakkinn og er eftir danska gaman-
leikjaskáldið, Erik Bögh. Ekki man ég eftir einstökum leikendum, en
finnst að þar hafi Búi Asgeirsson og Edvarð Runólfsson komið við
sögu, en kannske er það bara af því að síðar var oft talað um þá í sam-
bandi við leikstarfsemina á þessum árum. “
Það er spurning hvort Freyja hefur ekki þarna orðið vitni að
upphafi leiklistar í Borgarnesi. A þessum árum voru nokkrum
sinnum á vetri haldnar kvöldskemmtanir með fjölbreyttri dag-
skrá, upplestri, söng og leikþáttum, en einnig voru stundum
sýnd viðameiri verk. Af þeim minnist Freyja einkum Skugga-
sveins sem sýndur var 1918, en kveðst ekki geta farið með svo
að víst sé hvaða leikendur þar komu fram.
En svo kom að því að hún steig sjálf á svið. Um það segir
hún:
„Eg hef líklega verið tíu til tólf ára, þegar þetta var. Það var á skóla-
skemmtun í smáþætti eftir Pál]. Ardal sem nefndist Annir. Nemend-
ur lásu leikritið og léku það um leið. Þetta stykki hef ég aldrei heyrt eða
séð síðan og þó að ég hafi reynt að komast yfir það, hefur það ekki tek-
ist. “
Freyja gekk í Ungmennafélagið Skallagrím 1926 og fljótlega
kom að því að hún steig þar á svið. Hún kveðst ekki geta full-
yrt hvert hlutverkið var né hvað leikridð hét, en á þessum árum
var leikið nær alla vetur og meðal þess er sýnt var mátd finna
smáleikrit efdr Pál J. Ardal, þýdda gamanleiki eftir Arnold og
Bach, en einnig stærri verk eins og Imyndunarveikina eftir Mol-
íere og Draugalestina eftir Ridley, sem ein helsta leikkona fé-
lagsins á þessum tíma, Guðrún Guðmundsdóttir í Arabíu,
þýddi og meira að segja revíur er sóttu efni sitt í hversdagstil-
veru íbúanna, uppfærðar með söngvum við hnyttilega texta
eftir helstu skáld og hagyrðinga þorpsins. Eiga margir góðar
minningar frá sýningum félagsins.
Hinn 15. nóvember 1942 var stofnað Leikfélag Borgarness.
Voru stofnendur fjörutíu. Formaður félagsins var Halldór Hall-