Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 5

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 5
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 5 Alþjóðleg efnahagsmál Heimsfaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á heimsbúskapinn ... COVID-19-farsóttin sem tók að breiðast út um heimsbyggðina snemma á þessu ári hefur valdið miklum búsifjum um allan heim og hafa heilsufarslegar afleiðingar hennar verið gríðarlegar. Ríflega 55 milljónir manna hafa nú greinst með sjúkdóminn og yfir 1,3 milljónir látist af völdum hans. Stjórnvöld um allan heim hafa beitt umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum til að hefta útbreiðslu far- aldursins með það fyrir augum að draga úr álagi á heilbrigðiskerfi og takmarka heilsufarslegar afleiðingar. Aðgerðirnar hafa m.a. falið í sér tímabundna lokun fyrirtækja og skóla, stífar samkomu- og nálægðar- takmarkanir (e. social distancing) og verulega skerðingu á ferðafrelsi fólks, bæði innan landa og yfir landamæri. Efnahagslegar afleiðingar sóttvarnaraðgerða stjórnvalda og sjálfviljugar nálægðartakmarkanir almennings vegna ótta við smit hafa verið gríðarlegar, einkum á öðrum fjórðungi ársins þegar veigamikill hluti efnahagskerfis heimsins stöðvaðist um tíma.1 Umtalsverður sam- dráttur í einkaneyslu og fjárfestingu á fjórðungnum leiddi til mesta efnahagssamdráttar í heimsbúskapnum frá upphafi ársfjórðungslegra þjóðhagsreikninga og er útlit fyrir að samdrátturinn á árinu í heild verði sá mesti síðan í seinni heimsstyrjöldinni. ... og mældist metsamdráttur í helstu viðskiptalöndum Íslands ... Landsframleiðsla í helstu viðskiptalöndum Íslands dróst að meðaltali saman um ríflega 12% milli ára á öðrum ársfjórðungi (mynd I-1). Það er hátt í þrisvar sinnum meiri samdráttur en mest varð á einum fjórð- ungi í alþjóðlegu fjármálakreppunni fyrir liðlega áratug. Samdrátturinn var hvað mestur í Bretlandi og stóru kjarnaríkjunum á suðurhluta evrusvæðis en minni í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum (mynd I-2). Mismikill samdráttur eftir löndum endurspeglar að hluta hversu hratt og hart stjórnvöld gengu fram við beitingu sóttvarna. Samsetning þjóðarbúskapar landanna skiptir einnig miklu og var samdrátturinn jafnan meiri í löndum þar sem ferðaþjónusta og aðrar atvinnugreinar sem krefjast náinna samskipta milli fólks vega þyngra. Í Kína, þar sem farsóttin kom fyrst fram ásamt því að vera fyrsta landið sem náði tökum á henni, mældist hins vegar 3,2% árshagvöxtur á öðrum ársfjórðungi í kjölfar 6,8% samdráttar á þeim fyrsta. Þrátt fyrir að efnahagssamdráttur í viðskiptalöndunum á öðrum fjórðungi ársins hafi verið sá mesti frá upphafi mælinga var hann ½ prósentu minni en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. 1. Nýleg greining Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (World Economic Outlook, kafli 2, október 2020) bendir til að sjálfviljugar nálægðartakmarkanir almennings hafi haft álíka mikil áhrif á ferðahegðun fólks og sóttvarnarfyrirmæli stjórnvalda á fyrstu þremur mánuðunum eftir að farsóttin skall á í hverju landi fyrir sig. Áhrif þess fyrrnefnda vega hins vegar þyngra í þróuðum ríkjum þar sem geta fólks til að stunda fjarvinnu er að jafnaði meiri og það betur í stakk búið til að takast á við tímabil tekjuleysis með því að draga á sparnað eða reiða sig á velferðarkerfi. I Alþjóðleg efnahagsmál og viðskiptakjör 1. Árstíðarleiðréttar tölur. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2020 fyrir viðskiptalönd Íslands. Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-1 Alþjóðlegur hagvöxtur1 1. ársfj. 2008 - 3. ársfj. 2020 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Viðskiptalönd Íslands -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 ‘18 ‘19‘17‘16‘15‘13 ‘14‘12‘11‘10‘09‘08 ‘20 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-2 Alþjóðlegur hagvöxtur á 2. ársfj. 20201 1. Árstíðarleiðréttar tölur. Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. -24 -21 -18 -15 -12 -9 -6 -3 0 3 6 K ín a N or eg ur Sv íþ jó ð D an m ör k Ba nd ar ík in H ol la nd Sv is s Ja pa n Þý sk al an d O EC D V ið sk .lö nd K an ad a Ev ru sv æ ði Ít al ía Fr ak kl an d Br et la nd Sp án n % af VLF Mynd I-3 Sértækar aðgerðir í ríkisfjármálum vegna COVID-19-faraldursins1 1. Aðgerðir sem tilkynnt hafði verið um um miðjan september 2020. Tímarammi aðgerða er breytilegur eftir löndum en meirihluti þeirra á að koma til framkvæmda árin 2020-2021. 2. Nýmarkaðs- og millitekjuríki. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. 0 5 10 15 20 25 30 35 40 N ým .r ík i² K ín a Sv íþ jó ð Sv is s N or eg ur Á st ra lía Ba nd ar ík in D an m ör k K an ad a Sp án n Þr óu ð rík i Fr ak kl an d N ýj a- Sj ál an d Br et la nd Ja pa n Ít al ía Þý sk al an d Beinar aðgerðir (aukin útgjöld eða eftirgjöf tekna) Óbeinar aðgerðir (hlutafjárinnspýting, stuðningslán og skuldaábyrgðir)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.