Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 29

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 29
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 29 VERÐBÓLGA Meiri verðbólga á spátímanum en búist var við í ágúst Verðbólga á þriðja ársfjórðungi var heldur meiri en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans sem má rekja til meiri áhrifa af gengislækkun krónunnar á verð innfluttrar vöru og minni slaka í þjóðarbúskapnum en búist var við. Einnig hefur alþjóðlegt hrávöru- og matvælaverð hækkað nokkuð að undanförnu. Verðbólguhorfur til skamms tíma hafa því versnað, einkum vegna lakari upphafsstöðu. Spáð er að verðbólga verði 3,7% bæði á fjórða fjórðungi þessa árs og á fyrsta fjórðungi næsta árs sem er um 0,8 prósentum meiri verðbólga en spáð var í ágúst. Þrátt fyrir það er sem fyrr talið að þegar áhrif gengislækk- unarinnar hafa fjarað út muni slakinn sem myndast hefur í þjóðarbú- skapnum leiða til þess að verðbólga hjaðni er líða tekur á næsta ár og verði komin í markmið á seinni hluta ársins. Áframhaldandi slaki og lítil alþjóðleg verðbólga gera það að verkum að verðbólga minnkar enn frekar og fer lítillega niður fyrir markmið á seinni hluta spátímans. Hún hjaðnar þó ekki eins mikið og spáð var í ágúst og munar þar mest um meiri hækkun hlutfallslegs innflutningsverðs í ár og á næsta ári en þá var gert ráð fyrir. Einnig eru horfur á að framleiðsluslakinn verði aðeins minni þar sem framleiðslugetan virðist minni en þá var áætlað (kafli IV). Eins og rakið er í rammagrein 1 er mikil óvissa um þessar horfur, bæði til skamms og langs tíma. Óvissan til skamms tíma tengist fyrst og fremst óvissu um gengisþróun og áhrif hennar á verðbólgu auk áhrifa farsóttarinnar á framleiðslu og neysluhegðun. Til lengri tíma ráðast verðbólguhorfur ekki síður af tímasetningu og krafti efna- hagsbatans og af langtímaáhrifum farsóttarinnar á framleiðslugetu þjóðarbúsins. Talið er að óvissan sé áþekk og í síðustu spám bankans og að heldur meiri líkur séu á að verðbólga á næstunni sé vanmetin í grunnspánni en að hún sé ofmetin. Taldar eru helmingslíkur á að verðbólga verði á bilinu 11/4 -31/3 % að ári liðnu og á svipuðu bili í lok spátímans (mynd V-7). Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd V-7 Verðbólguspá og óvissumat 1. ársfj. 2014 - 4. ársfj. 2023 PM 2020/4 PM 2020/3 Verðbólgumarkmið ‘14 ‘15 ‘16 ‘17 ‘18 ‘19 ‘20 ‘21 ‘22 50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil ‘23 -1 0 1 2 3 4 5 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.