Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 19

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 19
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 19 EFTIRSPURN OG HAGVÖXTUR sjávarafurða aukist um 2,5% árið 2021 sem er ríflega helmingi minni vöxtur en gert var ráð fyrir í ágúst. Útflutningur sjávarafurða verður á hinn bóginn meiri árið 2022 sem, ásamt aukinni útflutningsframleiðslu lyfja og eldisfisks, leiðir til kröftugs vaxtar vöruútflutnings á því ári. Mikil fjölgun smita hefur aukið á óvissu í ferðaþjónustu og horfur fyrir næsta ár versna Þróun ferðaþjónustu á seinni helmingi ársins stefnir í að verða óhag- stæðari en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. Innlend flugfélög drógu örar úr starfsemi og hraðar dró úr kortaveltu erlendra ferða- manna þegar smitum tók að fjölga hér og í viðskiptalöndunum (mynd- ir 1 og 2 í viðauka 1). Mikil óvissa er um horfur í ferðaþjónustu og velta þær m.a. á því hvenær horfið verður frá hömlum á ferðalög milli heimsálfa, einkum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn voru fjölmennasti hópur ferðamanna sem hingað komu áður en faraldurinn hófst eða um fimmtungur þeirra. Ekki er gert ráð fyrir að ferðalögum fjölgi að ráði fram á annan fjórðung næsta árs en þá er talið að ferðaþjónusta taki við sér þegar farsóttin rénar og dregið verður úr takmörkunum á ferðalögum milli landa. Áætlað er að liðlega 750 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins á næsta ári sem eru umtalsvert færri ferðamenn en í ágústspánni sem áætlaði að þá kæmu um 1 milljón farþegar. Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta ferðaþjón- ustu varðveitist að miklu leyti og að batinn geti því orðið hraður þegar fólk fer aftur að ferðast milli landa og að um 1,5 milljónir farþega komi til landsins árið 2022. Þjónustuútflutningur er talinn aukast um ríflega fjórðung á næsta ári eftir tæplega helmingssamdrátt í ár. Búist er við að vöxturinn árið 2022 verði enn kröftugri eða um 45%. Horfur á mesta samdrætti útflutnings í ár frá upphafi mælinga Talið er að vöru- og þjónustuútflutningur dragist saman um 30% í ár sem er tæplega 2 prósentum meiri samdráttur en spáð var í ágúst og mesti samdráttur útflutnings hér á landi frá upphafi þjóðhagsreikninga (mynd III-12). Hægari bati ferðaþjónustu gerir það að verkum að nú er búist við tæplega 12% vexti útflutnings vöru og þjónustu á næsta ári í stað tæplega 20% vaxtar í ágúst. Hins vegar er gert ráð fyrir tölu- vert meiri vexti árið 2022. Gangi spáin eftir verður útflutningur vöru og þjónustu í lok spátímans árið 2023 svipaður að magni til og hann var árið 2019 en þjónustuútflutningur verður þó enn lítillega undir því sem hann var þá. Mikill samdráttur innflutnings í ár og horfur á hægari viðsnúningi á næsta ári Vöru- og þjónustuinnflutningur dróst saman um tæplega 35% milli ára á öðrum ársfjórðungi en þar af dróst vöruinnflutningur saman um 25,7% og þjónustuinnflutningur um ríflega helming. Útgjöld Íslendinga á ferðalögum erlendis minnkuðu um 85% og fjórðungs- samdrátt vöruinnflutnings má einkum rekja til vöruflokka eins og eldsneytis og flutningatækja. Samdráttur innflutnings neyslu- og fjárfestingarvöru var minni eða um 10%. Svo virðist sem hægt hafi á samdrættinum á þriðja ársfjórðungi sem helst má rekja til mikilla kaupa heimila á innfluttri neysluvöru í sumar. Talið er að innflutningur vöru og þjónustu dragist saman um tæplega fjórðung í ár sem er svipaður Mynd III-12 Útflutningur og framlag undirliða 2015-20231 Breyting frá fyrra ári (%) 1. Vegna keðjutengingar getur verið að summa undirliðanna sé ekki jöfn heildarútflutningi. Álútflutningur skv. skilgreiningu þjóðhags- reikninga. Ferðaþjónusta er samtala á „ferðalögum“ og „farþega- flutningum með flugi“. Grunnspá Seðlabankans 2020-2023. Brotalína sýnir spá frá PM 2020/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Álafurðir Sjávarafurðir Ferðaþjónusta -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 202320222021202020192018201720162015 Annar útflutningur Útflutningur alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.