Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 23

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 23
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 23 IV Vinnumarkaður og nýting framleiðsluþátta Vinnumarkaður Störfum fækkaði milli ára á þriðja ársfjórðungi en minna en búist var við Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands (VMK) fækkaði heildarvinnustundum um 3,7% milli ára á þriðja fjórðungi ársins. Þar af fækkaði starfandi fólki um 1,3% en meðalvinnustundum um 2,4%. Könnunin bendir hins vegar til þess að heildarvinnustundum hafi fjölgað töluvert milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi eftir mikla fækkun á fjórð- ungnum á undan (mynd 3 í viðauka 1). Þetta er töluvert kröftugri bati en gert hafði verið ráð fyrir í ágústspá bankans og má alfarið rekja til fjölg- unar starfa. Búist hafði verið við því að þeim myndi fækka í takt við vís- bendingar um ráðningaráform fyrirtækja og hópuppsagnir. Samkvæmt staðgreiðsluskrá fjölgaði störfum einnig í sumar en í mun minna mæli en tölur VMK benda til. Viðspyrnan varð aðallega í greinum sem veita innlendum aðilum þjónustu og lentu í sérlega íþyngjandi sóttvarnarað- gerðum á fyrri hluta ársins en einnig í fasteignastarfsemi og í greinum sem að mestu leyti fela í sér opinbera þjónustu. Sambærileg viðspyrna varð þó ekki hjá erlendu launafólki en því hefur fækkað um liðlega 17% á staðgreiðsluskrá frá því í febrúar (mynd IV-1). Bæði VMK og tölur úr staðgreiðsluskrá sýna að störfum hafi fækkað á ný í september þegar aftur tók að fjara undan efnahagsumsvifum (mynd IV-3). Skráð atvinnuleysi í sögulegum hæðum Árstíðarleiðréttar mælingar VMK benda til þess að atvinnuþátttaka hafi aukist töluvert og hlutfall starfandi hækkað á þriðja ársfjórðungi eftir mikla lækkun á fjórðungnum á undan (mynd 3 í viðauka 1). Á sama tíma jókst atvinnuleysi samkvæmt VMK um 0,7 prósentur og mældist 5,8%. Skráð atvinnuleysi, leiðrétt fyrir árstíð og án fólks á hlutabótum, hefur hins vegar aukist töluvert meira. Það mældist 10,1% í október og hefur ekki mælst svo mikið frá upphafi mælinga árið 1957 (mynd IV-2). Rúmlega helmingur fólks á atvinnuleysisskrá í október kom úr atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu og verslun. Aðflutt vinnuafl og svæði sem reiða sig á ferðaþjónustu hafa fengið þungan skell en rúmur fimmtungur erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði og svipað hlutfall meðal íbúa á Suðurnesjum voru án atvinnu í mánuðinum. Þá hefur langtímaatvinnulausum, þ.e. þeim sem hafa verið án vinnu í ár eða lengur, fjölgað en þegar farsóttin skall á hafði þegar dregið úr umsvifum í hagkerfinu eftir uppgang undanfarinna ára. Mikill munur á mælingum VMK og tölum úr skráargögnum Töluverður munur hefur verið á mælingum VMK og tölum úr skráar- gögnum um fjölda starfandi og atvinnuleysi. Mun meiri viðspyrna var í fjölgun starfa í sumar samkvæmt VMK og þá var atvinnuleysi tæpum 3 prósentum minna en skráð atvinnuleysi án fólks á hlutabótum á þriðja ársfjórðungi (mynd IV-3). Hagstofan kannaði því sérstaklega svör þeirra sem voru á almennum atvinnuleysisbótum og svöruðu vinnumarkaðskönnuninni í september. Í ljós kom að rétt rúmlega Mynd IV-1 Launafólk á staðgreiðsluskrá eftir bakgrunni og völdum atvinnugreinum1 Breyting frá febrúar 2020 (%) 1. Árstíðarleiðréttar tölur. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Lágmark mars - júní 2020 Júlí - júní 2020 September 2020 Bakgrunnur Valdar atvinnugreinar -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 Fa st ei gn a- st ar fs em i Fé la ga sa m tö k og ö nn ur þ jó n. M en ni ng , í þr ót tir o g tó m st un di r V ei tin ga - re ks tu rErl.Ísl.Alls V er sl un O pi nb . s tj. s. , f ræ ðs la , he ilb r.- o g fé la gs þj . Mynd IV-2 Skráð atvinnuleysi 1957-20201 % af mannafla 1. Árlegar tölur 1957-1979 en mánaðarlegar fyrir tímabilið janúar 1980 - október 2020. Án fólks á hlutabótum frá og með mars 2020. Mánaðar- legar tölur eru árstíðarleiðréttar af Seðlabankanum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 ‘20‘10‘00‘90‘80‘57 1. VMK stendur fyrir vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Skráargögn eru staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra fyrir fjölda starfandi og skráð atvinnu- leysi Vinnumálastofnunar fyrir atvinnuleysi. Atvinnuleysi er árstíðarleiðrétt og er skráð atvinnuleysi árstíðarleiðrétt af Seðlabankanum. Þriggja mánaða hlaupandi meðaltal. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-3 Fjöldi starfandi og atvinnuleysi1 Janúar - september 2020 Breyting frá fyrra ári (%) VMK Skráargögn -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 % af mannafla 3 4 5 6 7 8 9 10 J J Á SMAMFJ Fjöldi starfandi Atvinnuleysi J J Á SMAMFJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.