Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 39

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 39
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 39 Gjaldþrot fyrirtækja og breytingar í alþjóðaviðskiptum gætu dregið úr samkeppni og leitt til verðhækkana Samkeppni setur fyrirtækjum skorður við verðlagningu og eftir því sem hún er meiri geta fyrirtæki síður aukið framlegð sína á kostnað hærra vöruverðs. Ekki er því útilokað að eftir því sem farsóttin leiðir til aukinna gjaldþrota víðs vegar um heiminn muni neytendur standa frammi fyrir hækkandi verðlagi, sérstaklega í ferðaþjónustu og veitingaþjónustu. Aukin samkeppni í kjölfar hnattvæðingar og vaxandi hlutdeild netverslana gæti skýrt hvers vegna alþjóðleg verðbólga hefur verið svo lítil undanfarinn áratug. Aukin hnattvæðing hefur einnig leitt til þess að stórar alþjóðlegar framleiðslukeðjur hafa myndast. Í upphafi faraldursins kom mikilvægi þessara framleiðslukeðja í ljós þegar framleiðsluhnökrar í Kína höfðu áhrif á vöruframboð um allan heim eins og rakið hefur verið hér að framan. Nú þegar aftur hefur verið gripið til hertra aðgerða og lokana víða um heim til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins gæti aftur komið til þess að skortur verði á tilteknum vörum með tilheyrandi verðhækkunum. Ef faraldurinn verður langvarandi gæti hluti fyrirtækja neyðst til að endurskoða framleiðslukeðjur sínar með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir mögulega framleiðsluhnökra í framtíðinni.4 Þau gætu þá í meiri mæli kosið að eiga viðskipti við innlend fyrirtæki í stað erlendra. Framleiðni gæti fyrir vikið minnkað og kostnaður fyrirtækja aukist sem á endanum myndi hækka verð til neytenda. Þeir vöruflokkar sem innihalda vörur sem helst gætu orðið fyrir áhrifum ef ítrekaðir framleiðsluhnökrar ættu sér stað eða breytingar yrðu á alþjóðlegum virðiskeðjum eru sýndir á mynd 7. Áætlað er að þeir undirliðir sem innihalda vörur sem gætu orðið fyrir þessum áhrifum vegi á heildina rúmlega fimmtung af grunni vísitölu neyslu- verðs hér á landi.5 Samantekt Breytt neysluhegðun í kjölfar COVID-19-farsóttarinnar vegna sótt- varnaraðgerða og einstaklingsbundinna sóttvarna hefur haft áhrif á verðlagsþróun hér á landi og erlendis. Gengislækkun krónunnar hefur síðan leitt til verðhækkunar innfluttrar vöru. Vægi ólíkra vöru- flokka í útgjöldum heimila hefur breyst tímabundið sem leitt hefur til þess að vísitala neysluverðs hefur undanfarið líklega vanmetið verð- bólgu lítillega. Framlag ólíkra vöruflokka til verðbólgu hefur einnig breyst eftir því hvernig sóttvarnaraðgerðum hefur verið háttað. Eins og rakið er í kafla V munu verðbólguhorfur hér á landi ráðast að töluverðu leyti af framgangi COVID-19-faraldursins og slakanum sem hefur myndast í þjóðarbúinu í kjölfar áfallsins. Ef farsóttin verður þrálátari en gert er ráð fyrir í grunnspánni eða ef hún breytir neysluvenjum varanlega, t.d. með vaxandi hlutdeild netverslana, gæti það haft áhrif á verðlagsþróun til lengri tíma. Þar skiptir máli hvernig eftirspurn neytenda þróast og hver verða áhrif sóttvarnaraðgerða á framboð vöru og þjónustu. 4. Þetta gæti líka átt við um viðskiptastefnur þjóða. Ef þjóðir taka upp verndarstefnu til að auka innlenda framleiðslu (t.d. er varðar lyfjaframleiðslu eða lækningavörur) gæti það haft sömu áhrif á verðþróun. 5. Stuðst er við greiningu Deutsche Bank um áhrif breytinga í alþjóðlegum virðiskeðjum á vöruverð í Bandaríkjunum. Sjá t.d. Sveriges Riksbank (2020). Mynd 7 Undirliðir VNV sem gætu orðið fyrir áhrifum breytinga á alþjóðlegum virðiskeðjum Vægi í VNV (%) 0 10 20 30 100 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Bílar og varahlutir Viðhaldsefni til húsnæðis Lyf og lækningavörur Húsgögn og heimilisbúnaður Útbúnaður fyrir útivist og tómstundir Raftæki Föt, skór og vefnaðarvörur Annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.