Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 20

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 20
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 20 samdráttur og spáð var í ágúst. Horfur eru hins vegar á hægari vexti innflutnings á næsta ári. Þar vegur þungt að faraldurinn er talinn ganga hægar niður en áætlað var í ágúst sem dregur úr ferðum til útlanda og kaupum á innfluttum afurðum. Þrátt fyrir sögulegan útflutningssamdrátt mældist afgangur á viðskiptajöfnuði á fyrri helmingi ársins … Afgangur á viðskiptajöfnuði mældist 1,7% af landsframleiðslu á fyrri hluta þessa árs sem er minni afgangur en á sama tíma í fyrra en álíka mikill eða meiri en árin tvö þar á undan. Samsetning afgangs- ins hefur hins vegar breyst. Í fyrsta sinn síðan árið 2008 var halli á vöru- og þjónustuviðskiptum. Afgangur á þjónustujöfnuði minnkaði mikið en á móti vó minni halli á vöruskiptum. Afgangur á jöfnuði frumþáttatekna hefur á hinn bóginn ekki mælst jafn mikill á einum árshelmingi frá upphafi mælinga. Þar höfðu áhrif sögulega lágir innlendir vextir, hagstæð kjör á erlendum lánum og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins. … og horfur á að afgangur haldist út spátímann Á seinni helmingi ársins er búist við að vöru- og þjónustujöfnuður snúist í afgang á ný og verði tæplega 1% af landsframleiðslu á árinu öllu. Þetta er nokkru minni afgangur en spáð var í ágúst og skýrist bæði af dekkri horfum um vöxt útflutnings og óhagstæðari þróun viðskiptakjara. Á móti vegur meiri afgangur á frumþáttajöfnuði á fyrri hluta ársins sem rekja má að hluta til metarðsemi af beinni erlendri fjárfestingu. Viðskiptaafgangurinn í ár verður því heldur meiri en spáð var í ágúst eða um 2½% af landsframleiðslu (mynd III-13). Búist er við að afgangurinn aukist lítillega á næsta ári þótt hann verði heldur minni en spáð var í ágúst eða um 3% af landsframleiðslu í stað tæplega 4% í ágústspánni. Endurspeglar það fyrst og fremst horfur um hægari vöxt ferðaþjónustu á næsta ári og minni bata við- skiptakjara. Gangi spáin eftir eykst viðskiptaafgangurinn hins vegar aftur árið 2022 samhliða auknum umsvifum í ferðaþjónustu og verður hátt í 4% af landsframleiðslu líkt og spáð var í ágúst. Hagvöxtur Minni samdráttur á fyrri hluta ársins en spáð var í ágúst Útflutningsáföll höfðu þegar valdið því að tekið var að fjara undan efnahagsumsvifum í byrjun árs (sjá rammagrein 4). Við bætist að stór hluti útflutnings hugverkaréttinda á síðasta ári kemur fram í tölum Hagstofunnar á fjórða ársfjórðungi í fyrra sem jók landsframleiðslu þess fjórðungs töluvert og átti sinn þátt í um 5,7% samdrætti lands- framleiðslu milli fjórðunga á fyrsta fjórðungi þessa árs (mynd III-14). Áhrifa COVID-19-farsóttarinnar var einnig tekið að gæta undir lok fyrsta fjórðungs en þau komu fram af fullum þunga á öðrum fjórðungi ársins en þá dróst landsframleiðslan saman um 9,1% milli fjórðunga sem er svipað samdrættinum á fyrsta ársfjórðungi 2009. Milli ára dróst landsframleiðslan saman um 9,3% á öðrum fjórðungi ársins sem er minni samdráttur en spáð var í ágúst. Engu að síður er um að ræða mesta árssamdrátt sem mælst hefur hér á landi á einum ársfjórðungi. Þjóðarútgjöld minnkuðu um rúm 7% milli ára EFTIRSPURN OG HAGVÖXTUR Mynd III-13 Viðskiptajöfnuður 2015-20231 % af VLF 1. Jöfnuður rekstrarframlaga talinn með frumþáttajöfnuði. Grunnspá Seðlabankans 2020-2023. Brotalína sýnir spá frá PM 2020/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vörur Þjónusta -10 -5 0 5 10 15 20222021202020192018201720162015 Jöfnuður frumþáttatekna Viðskiptajöfnuður 2023 Mynd III-14 Ársfjórðungslegur hagvöxtur1 1. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2020 1. Árstíðarleiðrétt gögn. Grunnspá Seðlabankans fyrir 3. og 4. árs- fjórðung 2020. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%) -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 20202019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.