Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 45

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 45
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 45 Skuldahlutfall ríkissjóðs hækkar töluvert Til þess að fjármál ríkissjóðs teljist sjálfbær þarf hlutfall skulda af landsframleiðslu að vera stöðugt eða fara lækkandi. Samkvæmt framlagðri fjármálaáætlun áranna 2021-2025 hækkar skuldahlutfall ríkissjóðs úr 30% af landsframleiðslu árið 2019 og nær hámarki í 50% af landsframleiðslu árið 2025. Skuldahlutfallið hækkar því tölu- vert á næstu árum þótt það fari ekki eins hátt og það gerði í kjölfar fjármálakreppunnar fyrir liðlega áratug (mynd 4). Þótt áætlað sé að skuldahlutfallið nái hámarki árið 2025 þýðir það ekki að nafnvirði skulda ríkissjóðs sé þá orðið stöðugt eða fari lækkandi því að eins og sést þegar áætlað sjóðstreymi ríkissjóðs er skoðað er handbært fé frá rekstri enn neikvætt um 62 ma.kr. árið 2025 og hrein fjármögnunarþörf í kringum 100 ma.kr. (tafla 8). Þessi hækkun skuldahlutfallsins vegna mikils hallarekstrar endurspeglar viðbrögð stjórnvalda við farsóttinni og efnahagsáfall- inu í kjölfar hennar. Beitt er sértækum aðgerðum eins og raktar eru hér að framan auk þess sem sjálfvirkri sveiflujöfnun ríkissjóðs er leyft að koma fram með hefðbundnum hætti. Þegar farsóttin hefur hjaðnað og efnahagsumsvif taka við sér á ný þarf hins vegar að huga að því að vinda ofan af þessum aðgerð- um svo að sjálfbærni opinberra fjármála sé ekki stefnt í voða. Við mat á því hvort skuldsetning ríkissjóðs geti talist sjálfbær er nauðsynlegt að huga að tvennu: vaxtabyrði skulda ríkissjóðs og hagsveifluleið- réttum frumjöfnuði á rekstri ríkissjóðs (hvoru tveggja sem hlutfalli af landsframleiðslu). Þannig samsvarar breyting á skuldahlutfallinu raunvaxtabyrðinni umfram hagvöxt að frádregnum afgangi á frum- Úrræði Umfang (ma.kr.) Fjárfestingar- og uppbyggingarátak 27,2 Framlenging VSK-endurgreiðslu 8 Flýting lækkunar bankaskatts 4,9 Aukin endurgreiðsla VSK úr 60% í 100% 3,9 Stuðningur við nýsköpun 2,5 Framlenging á tekjutengdum atvinnuleysisbótarétti 1,5 Menntamál 1 Niðurfelling gistináttagjalds 0,8 Þjónusta við atvinnuleitendur 0,7 Vinnumarkaðsúrræði 0,6 Fjölskyldumál 0,5 Skatttekjur vegna sérstakra útgreiðslna séreignarsparnaðar -0,6 Andlegt heilbrigði 0,6 Skatturinn, sértekjur 0,5 Niðurfelling tollafgreiðslugjalds 0,4 Greiðsla launa í sóttkví 0,2 Samtals kostnaður 53 Heimild: Fjárlagafrumvarp ársins 2021. Tafla 7 Aðgerðir í ríkisfjármálum árið 2021 vegna COVID-19 Tafla 8 Sjóðstreymi ríkissjóðs árin 2021-2025 Frumvarp Áætlun Áætlun Áætlun Áætlun Greiðslugrunnur, ma.kr. 2021 2022 2023 2024 2025 Handbært fé frá rekstri -182 -175,1 -127,2 -93,4 -62 Fjárfestingarhreyfingar samtals -97,1 -62,8 -37,1 -40,3 -38,8 Hreinn lánsfjárjöfnuður -279 -237,9 -164,3 -133,7 -100,8 Fjármögnunarhreyfingar samtals 277,4 225,2 164,3 133,7 100,8 Heimild: Fjárlagafrumvarp ársins 2021. % af VLF Mynd 4 Skuldir ríkissjóðs samkvæmt skuldareglu1, 2 1. Heildarskuldir að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskipta- skuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, sbr. 7. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál. 2. Spá fjármála- og efna- hagsráðuneytisins 2020-2025. Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 10 20 30 40 50 60 ‘25‘23‘21‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.