Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 32

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 32
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 32 Mynd 3 Sparnaður heimila1 1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2020 % af ráðstöfunartekjum Sparnaðarhlutfall 10 ára meðaltal (2010-19) 5 ára meðaltal (2015-19) 1. Nokkur óvissa er um tölur Hagstofunnar um eiginlegt tekjustig heimila þar sem ráðstöfunartekjuuppgjörið byggist ekki á samstæðu- uppgjöri tekju- og efnahagsreiknings. Við útreikning á hlutfalli sparnaðar er miðað við áætlun Seðlabankans um ráðstöfunartekjur þar sem tölur Hagstofunnar eru hækkaðar með hliðsjón af áætluðum útgjöldum heimilanna yfir langt tímabil. Árstíðarleiðrétt gögn. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 5 10 15 20 25 ‘18‘16‘14‘12‘10 ‘17‘15‘13‘11 ‘19 ‘20 meiri (mynd 1b). Hagvöxtur áranna 2022-2023 er hins vegar heldur minni en í grunnspánni en landsframleiðsla er samt sem áður um 1% meiri árið 2023 en samkvæmt grunnspánni (mynd 2). Kröftugri viðsnúningur útflutnings og þéttara taumhald peningastefnunnar styðja við gengi krónunnar sem er heldur hærra í fráviksdæminu en í grunnspánni. Verðbólga hjaðnar hins vegar hægar á næsta ári þar sem slakinn í þjóðarbúinu hverfur hraðar. Fráviksdæmi: Ólíkar forsendur um sparnaðarhegðun heimila Farsóttin og aðgerðir stjórnvalda til að hemja hana hafa haft tölu- verð áhrif á útgjaldahegðun heimila eins og rakið er í rammagrein 2. Heimilin hafa haldið að sér höndum með útgjöld vegna efnahags- samdráttarins og aukinnar óvissu um efnahagsumsvif og atvinnu. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa einnig valdið því að heimilin hafa ekki haft aðgang að ýmiss konar þjónustu sem þau hefðu ella keypt sér auk þess sem fjöldi fólks hefur dregið verulega úr ferðum og kaupum á vörum og þjónustu til að minnka hættu á að smitast. Neysluútgjöld heimila hafa því dregist verulega saman og mun meira en tekjur heimila þrátt fyrir versnandi atvinnuástand, sem að einhverju leyti má einnig rekja til ýmissa aðgerða stjórnvalda til að verja atvinnu og tekjur almennings. Sparnaður heimila hefur því aukist verulega undanfarið en hann hafði farið stigvaxandi síðustu ár í kjölfar lærdóma af fjár- málakreppunni. Á öðrum fjórðungi þessa árs hækkaði sparnaðar- hlutfallið enn frekar og var orðið tvöfalt hærra en að meðaltali undanfarin fimm ár (mynd 3). Þótt grunnspá bankans geri ráð fyrir að hlutfallið hafi lækkað aftur á þriðja fjórðungi felur spáin í sér að heimilin fari tiltölulega varlega og að hlutfallið verði ekki komið í sögulegt meðaltal fyrr en um mitt næsta ár. Breyting á sparnaðar- hegðun heimila gæti haft veruleg áhrif á efnahagshorfur jafnvel þótt forsendur spárinnar um framvindu farsóttarinnar gangi eftir. Heimilin gætu kosið að ganga hraðar á eigin sparnað … Heimilin gætu kosið að ganga hraðar á þennan mikla „þvingaða“ sparnað sem hefur byggst upp í kjölfar farsóttarinnar. Uppsöfnuð eftirspurn kann einnig að hafa myndast eftir ýmsum hálfvaranlegum og varanlegum neysluvörum, sérstaklega hjá tekjuhærri heimilum, sem gæti leitt til þess að neysluútgjöld aukist hraðar það sem eftir lifir þessa árs og fram á næsta ár en grunnspáin felur í sér. Þessu til stuðnings má einnig hafa í huga að fjárhags- og eignastaða margra heimila var sterk í aðdraganda farsóttarinnar: skuldir heimila hafa minnkað mikið og eru lágar í sögulegu samhengi og hrein eign þeirra hefur aldrei verið meiri. … en þau gætu einnig kosið að vera varkárari í útgjalda ákvörð­ unum Heimilin gætu einnig kosið að vera varkárari í útgjaldaákvörðunum en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Almenningur gæti viljað viðhalda nálægðartakmörkunum (e. social distancing) lengur þótt fram- gangur farsóttarinnar verði eins og þar er gert ráð fyrir og óvissa um efnahagsumsvif og atvinnu gæti valdið því að heimilin kjósi að byggja upp enn meiri varúðarsparnað. Þá gæti sterk tekju- og eignastaða heimila í heild verið misvísandi þar sem farsóttin hefur haft minni áhrif á tekjuhærri heimili sem jafnan eyða minni hluta við- bótartekna í neysluútgjöld (þ.e. jaðarneysluhneigð þeirra er lægri) en þau tekjulægri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.