Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 6

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 6
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 6 ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR ... en hann hefði orðið enn meiri ef ekki hefði komið til fordæmalausra mótvægisaðgerða stjórnvalda og seðlabanka Efnahagssamdrátturinn í heimsbúskapnum hefði að öllum líkindum orðið enn dýpri ef stjórnvöld hefðu ekki gripið til fordæmalausra mót- vægisaðgerða til að styðja við heilbrigðiskerfi og milda áhrif efnahags- áfallsins fyrir heimili og fyrirtæki. Sértækar aðgerðir í ríkisfjármálum sem tilkynntar hafa verið vegna farsóttarinnar eru áætlaðar nema 11,7 billjónum Bandaríkjadala á heimsvísu eða nálægt 12% af heimsfram- leiðslunni. Hlutfallið er enn hærra í þróuðum ríkjum eða um 20% af landsframleiðslu þeirra enda býr fjármálastefna þeirra að jafnaði yfir meira rými til að takast á við auknar skuldir (mynd I-3). U.þ.b. helming- ur tilkynntra aðgerða hefur verið í formi aukinna útgjalda eða eftirgjafar tekna, m.a. tímabundnar skattalækkanir eða frestanir á skattgreiðslum, beinar peningatilfærslur, niðurgreiðslur á hluta launa starfsmanna og rausnarlegri atvinnuleysisbætur til að draga úr tímabundnum tekju- missi. Hinn helmingur aðgerðanna felur m.a. í sér fordæmalausa hluta- fjárinnspýtingu til fyrirtækja, stuðningslán og skuldaábyrgð. Til viðbótar stuðningsaðgerðum stjórnvalda hafa seðlabankar um allan heim einnig beitt aðgerðum sem eru án hliðstæðu, bæði að umfangi og hraða, til að styðja við eftirspurn, tryggja að verðbólga aukist aftur og fari upp í markmið og stuðla að því að fjármálakerfið virki með sem eðlilegustum hætti. Vextir hafa m.a. verið lækkaðir tölu- vert, aðgengi fjármálafyrirtækja að lausafjárfyrirgreiðslu aukið og gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til að styðja við lánsfjár aðgang heimila og fyrirtækja. Æ fleiri seðlabankar hafa keypt ríkisskuldabréf til að koma í veg fyrir að aukin lánsfjárþörf ríkissjóðs vegna efnahag s - kreppunnar leiði til of mikillar hækkunar langtímavaxta. Einhverjir þeirra hafa jafnvel keypt skuldabréf fyrirtækja eða lánað þeim beint. Seðlabankar hafa jafnframt gengið á og útvíkkað lánalínur sín á milli í Bandaríkjadölum í kjölfar stóraukinnar eftirspurnar markaðsaðila eftir Bandaríkjadölum um heim allan. Þessu til viðbótar hóf bandaríski seðlabankinn að bjóða öðrum seðlabönkum tímabundið aðgengi að lausu fé í Bandaríkjadölum gegn tryggingu. Stórfelld eignakaup seðla- banka á árinu endurspeglast í mikilli stækkun efnahagsreikninga þeirra og aukningar í peningamagni í umferð (mynd I-4). Kraftmeiri efnahagsbati í helstu iðnríkjum í sumar en spáð var í ágúst ... Umfangsmiklar sóttvarnaraðgerðir í helstu iðnríkjum virtust bera árang- ur í vor og hafði faraldurinn gengið niður í flestum þeirra í byrjun sumars, einkum þeim sem höfðu gengið hvað harðast fram í baráttunni við farsóttina. Samhliða árangrinum tóku ríkin að slaka á sóttvarnarráð- stöfunum sínum og bentu leiðandi vísbendingar til kröftugs viðsnún- ings efnahagsumsvifa eftir því sem leið á sumarið og efnahagskerfi færðust í eðlilegra horf. Á það einkum við um smásölu sem var orðin umfangsmeiri í sumar en hún var áður en farsóttin skall á (mynd I-5). Endurspeglar það mikla uppsafnaða eftirspurn og aukinn sparnað heimila í ljósi gríðarmikils samdráttar í einkaneyslu á öðrum fjórðungi á sama tíma og ráðstöfunartekjur héldu að miklu leyti velli vegna mót- vægisaðgerða stjórnvalda. Iðnframleiðsla og alþjóðaviðskipti hafa einnig aukist frá því í apríl en ekki af sama krafti og smásalan. Bendir það til þess að fjárfestingarumsvif hafi ekki náð sér á strik enda er óvissa um Heimild: Refinitiv Datastream. Ma. USD Mynd I-4 Stærð efnahagsreiknings helstu seðlabanka Janúar 2007 - október 2020 Seðlabanki Bandaríkjanna Evrópski seðlabankinn Japansbanki Alþýðubanki Kína 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 7.000 8.000 ‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07 1. Mánaðarlegar árstíðarleiðréttar magnvísitölur (2016 = 100). Heimild: Refinitiv Datastream. Mynd I-5 Iðnframleiðsla og smásala1 Janúar 2018 - september 2020 Iðnframleiðsla Bandaríkin 202020192018 Smásala 202020192018 Evrusvæðið Bretland 70 80 90 100 110 120 80 85 90 95 100 105 110 115 120 1. Fjöldi nýrra umsókna um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum. Vikuleg árstíðarleiðrétt gögn. Heimild: FRED-gagnagrunnur Seðlabanka Bandaríkjanna í St. Louis. Mynd I-6 Atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum1 1. janúar 2000 - 7. nóvember 2020 Fjöldi (milljónir) 0 1 2 3 4 5 6 7 8 20202015201020052000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.