Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 11

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 11
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 11 Mynd II-1 Meginvextir Seðlabanka Íslands1 1. janúar 2015 - 13. nóvember 2020 1. Meginvextir Seðlabankans eru vextir á 7 daga bundnum innlánum. Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 1 2 3 4 5 6 7 2018 20192015 2016 2017 2020 % Mynd II-2 Ávöxtunarkrafa ríkistryggðra skuldabréfa¹ 2. janúar 2015 - 13. nóvember 2020 1. Út frá eingreiðsluvaxtaferlum (metnum með aðferð Nelson-Siegel) þar sem er notast við vexti á millibankamarkaði með krónur og vexti ríkistryggðra skuldabréfa. Heimild: Seðlabanki Íslands. -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Óverðtryggð 5 ára Verðtryggð 5 ára Óverðtryggð 10 ára Verðtryggð 10 ára 2018 20192015 2016 2017 2020 Peningastefnan og markaðsvextir Meginvextir óbreyttir frá því í maí … Meginvextir Seðlabankans (vextir á bundnum innlánum til sjö daga) hafa verið óbreyttir frá því í maí þegar peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði þá um 0,75 prósentur. Þeir voru 1% rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála og hafa lækkað um samtals 2 prósentur frá árs- byrjun (mynd II-1). Seðlabankinn hefur einnig gripið til fleiri aðgerða til að auka laust fé í umferð með það að markmiði að bæta aðgengi að lánsfé og örva eftirspurn. Samkvæmt könnun bankans frá því í byrjun nóvember búast markaðsaðilar við því að vextir bankans haldist óbreyttir fram undir lok næsta árs en verði komnir í 1,25% eftir tvö ár. Raunvextir bankans hafa lækkað samhliða lækkun meginvaxta. Þeir eru nú -2,1% miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar til eins árs og hafa lækkað um 0,7 prósentur frá því í lok maí sl. og um 2,5 prósentur frá sama tíma í fyrra. Vaxtamunur gagnvart útlöndum hefur einnig minnkað á árinu og eru skammtímaraunvextir nú orðnir 2 prósentum lægri hér á landi en að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. … en langtímavextir hafa hækkað Ávöxtunarkrafa tíu ára óverðtryggðra ríkisbréfa tók að hækka í sumar og var 3,2% rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála. Það er 0,5 prós- entna hækkun frá því í lok febrúar þegar COVID-19 greindist í fyrsta sinn hér á landi. Ávöxtunarkrafan er þó enn 0,3 prósentum lægri en fyrir ári (mynd II-2). Krafa bréfa með styttri líftíma hefur ekki hækkað í sama mæli en aukið laust fé í umferð og lækkun skammtíma- vaxta hefur aukið eftirspurn eftir ríkisvíxlum og stuttum ríkisbréfum. Ávöxtunarkrafa tíu ára verðtryggðra ríkisbréfa tók einnig að hækka í lok sumars og var 0,7% rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála. Fjármögnunarþörf ríkissjóðs hefur aukist eftir því sem áhrif faraldursins verða langvinnari og vega væntingar um aukna skuldsetningu ríkis- sjóðs á næstu árum að öllum líkindum þungt í hækkun langtímavaxta að undanförnu. Erlendir aðilar hafa einnig selt ríkisskuldabréf fyrir um 45 ma.kr. frá því í byrjun ágúst. Þá hafa jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis snemma í nóvember ýtt undir bjartsýni fjárfesta um skjótari bata í kjölfar efnahagsáfallsins. Í mars sl. tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi hefja kaup á ríkisskuldabréfum á eftirmarkaði til að tryggja enn frekar að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist til heimila og fyrirtækja. Skuldabréfakaup bankans til þessa nema um 2 ma.kr. að kaupverði en heildarfjárhæð kaupanna getur numið allt að 150 ma.kr. samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Þrátt fyrir horfur um aukna skuldsetningu ríkissjóðs á næstu árum (sjá rammagrein 3) og töluvert umrót í heimsbúskapnum og á fjár- málamörkuðum um allan heim hefur áhættuálag erlendra skuldbind- inga ríkissjóðs haldist tiltölulega stöðugt á árinu. Fjármögnunarskilyrði fyrir erlendri lántöku ríkissjóðs virðast því almennt góð um þessar mundir. II Peningastefnan og innlendir fjármálamarkaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.