Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 13

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 13
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 13 umsvifa á fasteignamarkaði eiga þar hlut að máli. Því til viðbótar hefur mikil óvissa leitt til aukinnar varkárni heimila í útgjaldaákvörðunum og áhrif efnahagsáfallsins eru líklega ekki komin fram hjá þeim sem orðið hafa fyrir tekjufalli nema að takmörkuðu leyti vegna ýmissa stuðn- ingsaðgerða stjórnvalda. Sparnaður heimila hefur því vaxið verulega undanfarna mánuði sem endurspeglast í aukningu innlána í banka- kerfinu (sjá nánar umfjöllun í rammagrein 1). Aukið peningamagn í umferð endurspeglar einnig aukin innlán annarra fjármálastofnana í bankakerfinu. Þar vega þungt aukin innlán lífeyrissjóða en það má m.a. rekja til minni gjaldeyriskaupa þeirra og að heimilin hafa í auknum mæli fært fjármögnun húsnæðiskaupa frá lífeyrissjóðum til viðskiptabankanna. Þá voru innlán ÍL-sjóðs (áður Íbúðalánasjóðs) færð frá Seðlabankanum til viðskiptabankanna eftir að tilkynnt var um fækkun aðila sem gátu átt reikning í Seðlabankanum haustið 2019. Útlán til heimila hafa aukist töluvert en útlán til fyrirtækja standa í stað Heldur hægði á útlánavexti á síðasta ári en það sem af er þessu ári hefur ársvöxtur útlána lánakerfisins haldist í kringum 5% (mynd II-6). Eftir því sem liðið hefur á árið hafa útlán til heimila vaxið og þá nær einvörðungu íbúðalán enda lækkuðu vextir íbúðalána mikið í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans og velta á fasteignamarkaði hefur verið mikil. Hækkanir á fasteignaverði, aukinn sparnaður og lægri vextir auka einnig möguleika heimila til að lækka greiðslubyrði með endur- fjármögnun og mögulega draga á eigið fé til að fjármagna endurbætur á húsnæði eða önnur neysluútgjöld. Hlutdeild bankanna á íbúða- lánamarkaði hefur farið vaxandi á þessu ári á sama tíma og dregið hefur úr sjóðfélagalánum lífeyrissjóða en bankarnir bjóða yfirleitt betri vaxtakjör um þessar mundir. Þá hefur hlutur óverðtryggðra íbúðalána vaxið á undanförnum mánuðum og sá hluti útlána sem ber breytilega vexti farið vaxandi. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar nánast staðið í stað á þessu ári en draga tók úr vexti útlána til þeirra þegar á síðasta ári með minnkandi efnahagsumsvifum og hærri arðsemiskröfu banka til fyrir- tækjalána. Stuðnings- og brúarlán sem og önnur úrræði hafa þó stutt við útlánavöxt til þeirra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir mestum áhrif- um vegna faraldursins. Vaxtaálag á ný fyrirtækjalán tók jafnframt að hækka í fyrra en það hefur lækkað á ný að undanförnu (mynd II-7). Þótt stuðningslán með lágum vöxtum og ríkisábyrgð hafi einhver áhrif til lækkunar meðalvaxta virðast þau ekki vega þungt í þeirri þróun og virðast kjör fyrirtækja því almennt hafa batnað. Eignaverð og fjármálaleg skilyrði Íbúðaverð hefur hækkað nokkuð að undanförnu og velta verið mikil Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5,6% milli ára í sept- ember en síðan farsóttin hófst hér á landi í lok febrúar hefur verðið hækkað um 4% (mynd II-8). Velta á íbúðamarkaði hefur verið mikil að undanförnu en vaxtalækkanir Seðlabankans hafa örvað eftirspurn og vegið á móti neikvæðum efnahagsáhrifum farsóttarinnar. Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um u.þ.b. 10% á fyrstu níu mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra en samningum með PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR Mynd II-6 Útlán lánakerfis1 Janúar 2016 - september 2020 Breyting frá fyrra ári (%) Heimili 1. Leiðrétt fyrir endurflokkun og skuldalækkunaraðgerðum stjórnvalda. Án útlána til innlánsstofnana, fallinna fjármálafyrirtækja og ríkissjóðs. Fyrirtæki eru atvinnufyrirtæki og félagasamtök sem þjóna heimilum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Fyrirtæki Heildarútlán -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20202019201820172016 Mynd II-7 Vaxtaálag á útlánum1 Mars 2015 - september 2020 Prósentur Miðað við meginvexti Miðað við innlánsvexti 1. Mismunur á vegnum meðalvöxtum á óverðtryggðum útlánum stóru viðskiptabankanna þriggja og meginvöxtum Seðlabankans annars vegar og vegnum meðalvöxtum á nýjum innlánum hins vegar. Þriggja mánaða hreyfanleg meðaltöl. Heimild: Seðlabanki Íslands. Ný húsnæðislán Ný fyrirtækjalán 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘20‘19‘18‘17‘16‘15 Mynd II-8 Íbúðaverð og fjöldi kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu1 Janúar 2019 - september 2020 1. Fjöldi kaupsamninga m.v. kaupdag íbúða. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands. 12 mánaða breyting (%) Fjöldi kaupsamninga (h. ás) Íbúðaverð (v. ás) Fjöldi kaupsamninga 0 1 2 3 4 5 6 0 200 400 600 800 1.000 1.200 20202019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.