Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 16

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 16
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 16 draga tekur úr þörf fyrir nálægðartakmarkanir (e. social distancing) er líður á árið og að lífið færist smám saman í eðlilegra horf á ný. Fram að þeim tíma er talið að heimilin gangi á hluta af þeim sparnaði sem byggðist upp fyrr á þessu ári til að fjármagna neysluút- gjöld. Þá er eigna- og skuldastaða meirihluta þeirra sterk og lækkun vaxta hefur létt á útgjöldum þeirra. Aðgerðir stjórnvalda til að verja atvinnu og tekjur heimila vega einnig þungt, auk þess sem margir hafa nýtt sér heimild til að taka út séreignarsparnað til að standa undir útgjöldum. Þessar aðgerðir hafa vegið á móti tekjumissi vegna minnkandi atvinnu. Grunnspá bankans gerir ráð fyrir að einkaneysla aukist á ný á fyrsta fjórðungi næsta árs og um tæplega 3% á árinu öllu. Talið er að hún haldi áfram að aukast er líður á spátímann og vaxi um tæplega 4% á ári á árunum 2022-2023. Í rammagrein 1 eru sýnd fráviksdæmi sem gera ráð fyrir misgóðum árangri í viðureigninni við farsóttina. Þar eru einnig sýnd fráviksdæmi sem byggjast á mismunandi forsendum um hversu hratt heimilin ganga á þann sparnað sem þau hafa byggt upp undanfarið. Atvinnuvegafjárfesting dróst saman á fyrri hluta ársins ... Fjárfesting atvinnuveganna dróst saman um 4,7% milli ára á fyrri helmingi ársins sem er minni samdráttur en gert hafði verið ráð fyrir í ágúst. Samdrátturinn á öðrum ársfjórðungi nam nærri 18% milli ára en á móti vógu jákvæð grunnáhrif á fyrsta fjórðungi vegna sölu flugvéla úr rekstri WOW Air á sama ársfjórðungi í fyrra. Samdráttur almennrar atvinnuvegafjárfestingar á fyrri hluta ársins (þ.e. fjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla) var enn meiri eða tæplega 18% milli ára og stóriðjufjárfesting dróst saman um 30%. Hlutfall atvinnuvegafjár- festingar af landsframleiðslu hefur því lækkað hratt undanfarið og er nú komið niður fyrir meðaltal undanfarins aldarfjórðungs (mynd III-4). ... og fyrirtæki búast við að draga úr fjárfestingarútgjöldum í ár Niðurstöður úr könnun Seðlabankans á fjárfestingaráformum fyrir- tækja benda til þess að útgjöld þeirra til fjárfestingar verði nær 18% minni í ár en í fyrra (mynd III-5). Fyrirtækin eru því umtalsvert svart- sýnni á fjárfestingaráform sín en í sambærilegri könnun frá því í mars en ætla má að áhrif COVID-19-faraldursins hafi ekki að fullu verið komin fram í áætlunum þeirra þegar sú könnun var framkvæmd. Rúmur helmingur fyrirtækja í könnuninni áætlar að þau muni fjárfesta minna í ár en í fyrra og hafa þau fyrirtæki dregið mest úr fjárfestingar- áformum sem helst hafa orðið fyrir áhrifum af fækkun ferðamanna. Þessar niðurstöður eru í takt við haustkönnun Gallup á meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins frá því í september sl. þar sem 46% svarenda telja að fjárfesting verði minni í ár en í fyrra (mynd III-5). Í könnun Gallup telja eingöngu 13% stjórnenda að fjárfesting verði meiri í ár en ekki hefur munað meiru á þessum hlutföllum síðan í sept- ember 2009. Samkvæmt könnun Gallup hafa væntingar um eftirspurn og framlegð á næstu sex mánuðum versnað frá því í vor en nokkuð sterk fylgni er á milli væntrar framlegðar og fjárfestingaráforma fyrir- tækja (mynd III-6). Mynd III-4 Fjárfesting atvinnuveganna1 1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2020 % af VLF Atvinnuvegir alls Almennir atvinnuvegir 1. Fjögurra ársfjórðunga hreyfanlegt meðaltal. Almenn atvinnuvega- fjárfesting er atvinnuvegafjárfesting án fjárfestingar í stóriðju, skipum og flugvélum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 ‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-5 Vísbendingar um fjárfestingaráform1 1. Könnun Seðlabankans á fjárfestingaráformum 96 fyrirtækja (könnun nær ekki til fjárfestingar í hótelum, skipum og flugvélum). Könnun Gallup á fjárfestingaráformum 400 stærstu fyrirtækja landsins. Sýnt er hlutfall fyrirtækja sem ætlar að auka fjárfestingu og ætlar að minnka hana. Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. Sjávarútvegur Iðnaður Flutningar og ferðaþjónusta Verslun Fjölmiðlar og upplýsingatækni Þjónusta og annað Alls Hlutfall (%) -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 202020212020 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 Könnun Seðlabankans Könnun Gallup Auka Minnka 1. Breyting milli kannana sem framkvæmdar voru í mars og september 2020. Spurt er um væntingar um framlegð á næstu sex mánuðum og hvort fjárfestingarútgjöld verði meiri eða minni í ár en á árinu á undan. Heimild: Gallup. Breyting í vísitölu fyrirhugaðrar fjárfestingar Mynd III-6 Væntingar stjórnenda fyrirtækja um framlegð og fjárfestingarútgjöld1 Breyting í vísitölu væntrar framlegðar Heild Verslun Sjávar- útvegur Byggingast. og veitur Ýmis sérh. þjónusta -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 -100 -80 -60 -40 -20 0 Samgöngur, flutn. og ferðaþj. Fjármála- og tryggingast. Iðnaður og framl. EFTIRSPURN OG HAGVÖXTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.