Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 4

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 4
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 4 Peningamál 2020/41 COVID-19-heimsfaraldurinn hafði veruleg áhrif á heimsbúskapinn á fyrri hluta ársins. Landsframleiðsla í helstu viðskiptalöndum dróst saman um ríflega 12% milli ára á öðrum fjórðungi ársins sem er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi frá upphafi mælinga. Svo virtist sem farsóttin væri í rénun er líða tók á sumarið en hún hefur sótt verulega í sig veðrið undan- farna mánuði og í kjölfarið hefur þurft að grípa til hertra sóttvarnar aðgerða á ný. Horfur eru því á að landsframleiðsla í helstu viðskiptalöndum dragist saman á ný á fjórða fjórðungi ársins og að batinn á fyrri hluta næsta árs verði hægari en gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála. Aukinn þungi í farsóttinni hefur einnig leitt til bakslags í innlendum efnahagsbata. Í kjölfar mikils samdráttar á öðrum fjórðungi ársins virðist sem einkaneysla hafi aukist nokkuð á þriðja fjórðungi en horfur eru á að hún muni dragast saman á ný á þeim fjórða. Landsframleiðsla dróst saman um 5,7% milli ára á fyrri hluta ársins en talið er að hún muni nánast standa í stað á seinni hluta ársins. Því er útlit fyrir að 8,5% samdráttur verði á árinu öllu sem er meiri samdráttur en spáð var í ágúst en áþekkt því sem búist var við í maí. Horfur fyrir næsta ár hafa að sama skapi versnað enda gerir spáin ráð fyrir að lengur taki að ná tökum á farsóttinni en áætlað var í síðustu spá. Talið er að færri ferðamenn muni koma til landsins og útflutningur tekur því síðar við sér og vex hægar. Hagvöxtur verður því einungis 2,3% á næsta ári en í ágúst var gert ráð fyrir að hann yrði 3,4%. Atvinnuleysi eykst því meira og verður þrálátara. Þótt spáð sé kröftugum hagvexti árin 2022-2023 næst framleiðslustig ársins 2019 ekki fyrr en árið 2023. Mikil óvissa ríkir um efnahagshorfur og mun framvinda efnahags- mála næstu misseri að töluverðu leyti ráðast af því hvernig tekst til við að ráða niðurlögum farsóttarinnar. Gert er ráð fyrir að hún verði að mestu gengin niður í lok þessa árs og að víðtæk bólusetning hafi náðst hér á landi og í helstu viðskiptalöndum um mitt næsta ár. Efnahagsbatinn verður enn hægari ef erfiðara reynist að ráða niðurlögum farsóttarinnar. Hið sama á við ef heimilin ganga hægar á þann sparnað sem byggst hefur upp í far- sóttinni. Gangi betur í viðureigninni við farsóttina eða ef heimilin ganga hraðar á eigin sparnað verður efnahagsbatinn með sama hætti kröftugri. Verðbólga var við 2,5% verðbólgumarkmið bankans á öðrum fjórð- ungi ársins. Gengi krónunnar lækkaði hins vegar í kjölfar þess að farsóttin barst til landsins og frá þeim tíma hefur verðbólga aukist. Hún var 3,2% á þriðja ársfjórðungi en var komin í 3,6% í október. Verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa hækkað undanfarið en ekki er að sjá skýr merki um að kjölfesta væntinga til meðallangs og langs tíma við markmið hafi losnað. Horfur eru á að verðbólga verði um 3,7% að meðaltali fram á næsta ár en taki svo að hjaðna tiltölulega hratt þegar áhrif gengislækkunar krónunnar fjara út vegna hins mikla slaka sem myndast hefur í þjóðarbúinu. Þetta er heldur meiri verðbólga en spáð var í ágúst og munar einkum um meiri innfluttan verðbólguþrýsting. 1. Greiningin í þessum Peningamálum byggist á gögnum sem lágu fyrir um miðjan nóvember. Vegna mikillar óvissu um áhrif COVID-19-farsóttarinnar á efnahagshorfur er birt spá um færri efnahagsstærðir í spáviðauka en að jafnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.