Peningamál - 18.11.2020, Side 4

Peningamál - 18.11.2020, Side 4
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 4 Peningamál 2020/41 COVID-19-heimsfaraldurinn hafði veruleg áhrif á heimsbúskapinn á fyrri hluta ársins. Landsframleiðsla í helstu viðskiptalöndum dróst saman um ríflega 12% milli ára á öðrum fjórðungi ársins sem er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi frá upphafi mælinga. Svo virtist sem farsóttin væri í rénun er líða tók á sumarið en hún hefur sótt verulega í sig veðrið undan- farna mánuði og í kjölfarið hefur þurft að grípa til hertra sóttvarnar aðgerða á ný. Horfur eru því á að landsframleiðsla í helstu viðskiptalöndum dragist saman á ný á fjórða fjórðungi ársins og að batinn á fyrri hluta næsta árs verði hægari en gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála. Aukinn þungi í farsóttinni hefur einnig leitt til bakslags í innlendum efnahagsbata. Í kjölfar mikils samdráttar á öðrum fjórðungi ársins virðist sem einkaneysla hafi aukist nokkuð á þriðja fjórðungi en horfur eru á að hún muni dragast saman á ný á þeim fjórða. Landsframleiðsla dróst saman um 5,7% milli ára á fyrri hluta ársins en talið er að hún muni nánast standa í stað á seinni hluta ársins. Því er útlit fyrir að 8,5% samdráttur verði á árinu öllu sem er meiri samdráttur en spáð var í ágúst en áþekkt því sem búist var við í maí. Horfur fyrir næsta ár hafa að sama skapi versnað enda gerir spáin ráð fyrir að lengur taki að ná tökum á farsóttinni en áætlað var í síðustu spá. Talið er að færri ferðamenn muni koma til landsins og útflutningur tekur því síðar við sér og vex hægar. Hagvöxtur verður því einungis 2,3% á næsta ári en í ágúst var gert ráð fyrir að hann yrði 3,4%. Atvinnuleysi eykst því meira og verður þrálátara. Þótt spáð sé kröftugum hagvexti árin 2022-2023 næst framleiðslustig ársins 2019 ekki fyrr en árið 2023. Mikil óvissa ríkir um efnahagshorfur og mun framvinda efnahags- mála næstu misseri að töluverðu leyti ráðast af því hvernig tekst til við að ráða niðurlögum farsóttarinnar. Gert er ráð fyrir að hún verði að mestu gengin niður í lok þessa árs og að víðtæk bólusetning hafi náðst hér á landi og í helstu viðskiptalöndum um mitt næsta ár. Efnahagsbatinn verður enn hægari ef erfiðara reynist að ráða niðurlögum farsóttarinnar. Hið sama á við ef heimilin ganga hægar á þann sparnað sem byggst hefur upp í far- sóttinni. Gangi betur í viðureigninni við farsóttina eða ef heimilin ganga hraðar á eigin sparnað verður efnahagsbatinn með sama hætti kröftugri. Verðbólga var við 2,5% verðbólgumarkmið bankans á öðrum fjórð- ungi ársins. Gengi krónunnar lækkaði hins vegar í kjölfar þess að farsóttin barst til landsins og frá þeim tíma hefur verðbólga aukist. Hún var 3,2% á þriðja ársfjórðungi en var komin í 3,6% í október. Verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa hækkað undanfarið en ekki er að sjá skýr merki um að kjölfesta væntinga til meðallangs og langs tíma við markmið hafi losnað. Horfur eru á að verðbólga verði um 3,7% að meðaltali fram á næsta ár en taki svo að hjaðna tiltölulega hratt þegar áhrif gengislækkunar krónunnar fjara út vegna hins mikla slaka sem myndast hefur í þjóðarbúinu. Þetta er heldur meiri verðbólga en spáð var í ágúst og munar einkum um meiri innfluttan verðbólguþrýsting. 1. Greiningin í þessum Peningamálum byggist á gögnum sem lágu fyrir um miðjan nóvember. Vegna mikillar óvissu um áhrif COVID-19-farsóttarinnar á efnahagshorfur er birt spá um færri efnahagsstærðir í spáviðauka en að jafnaði.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.