Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 25

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 25
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 25 VINNUMARKAÐUR OG NÝTING FRAMLEIÐSLUÞÁTTA Samkvæmt grunnspánni eykst atvinnuleysi nokkuð á síðasta fjórðungi ársins og verður að meðaltali um 6% í ár miðað við VMK. Hápunktinum verður þó ekki náð fyrr en á fyrri hluta næsta árs þegar spáð er að árstíðarleiðrétt atvinnuleysi verði heldur meira en mest var í kjölfar fjármálakreppunnar. Það tekur svo að minnka á síðari hluta ársins og heldur áfram að minnka út spátímann. Skráð atvinnuleysi verður þó töluvert meira á árinu eða 7,9% að meðaltali og liðlega 10% að meðaltali á næsta ári (mynd IV-6). Munurinn milli þessara mælikvarða á atvinnuleysi minnkar síðan smám saman er líður á spátímann. Hagstæðari þróun í sumar og mælivandi VMK gera það einnig að verkum að atvinnuleysi verður nokkru minna í ár en spáð var í ágúst (mynd IV-7). Horfur eru hins vegar á að það verði áþekkt á næsta ári og spáð var í ágúst en nú er talið að það hjaðni hægar á seinni hluta spátímans en þá var gert ráð fyrir. Vísbendingar um nýtingu framleiðsluþátta Horfur á miklum framleiðsluslaka sem nær hámarki undir lok ársins Stjórnendum sem töldu fyrirtæki sitt eiga í vanda með að mæta óvæntri eftirspurn fækkaði í haustkönnun Gallup og hlutfall þeirra sem telja sig búa við skort á starfsfólki var nálægt sögulegu lágmarki. NF-vísitalan lækkaði á þriðja ársfjórðungi, fjórða ársfjórðunginn í röð, og var á svipuðum slóðum og eftir fjármálakreppuna fyrir áratug (mynd 3 í við- auka 1). Útlit er fyrir að það hægi verulega á fólksfjölgun næstu misseri vegna minni aðflutnings erlendra ríkisborgara og að framleiðnivöxtur verði sögulega lítill á spátímanum (sjá rammagrein 1). Þá er einnig búist við að jafnvægisatvinnuleysi aukist í ár og á næsta ári samhliða því að atvinnuleysi dregst á langinn. Því hægir á vexti framleiðslugetu þjóðar- búsins á fyrri hluta spátímans en eftirspurn dregst þó meira saman svo að töluverður slaki myndast í þjóðarbúskapnum. Talið er að hann verði tæplega 6% af framleiðslugetu í ár (mynd IV-7). Snemma á næsta ári mun slakinn smám saman taka að minnka en þó er ekki búist við því að hann hverfi fyrr en á síðari hluta ársins 2022. Um þetta mat ríkir þó mikil óvissa (sjá nánar í rammagrein 1). Mikilvægasti óvissuþátturinn er framvinda farsóttarinnar og þróun bóluefna eða meðferðarúrræða við henni. Þá skiptir einnig máli hve mikil og langvarandi áhrif farsóttarinn- ar verða á framleiðslugetu þjóðarbúsins. Mynd IV-6 Atvinnuleysi 2020-20231 1. Skráð atvinnuleysi án hlutabóta. Grunnspá Seðlabankans. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af mannafla Atvinnuleysi (VMK) Skráð atvinnuleysi 0 2 4 6 8 10 12 2023202220212020 1. Grunnspá Seðlabankans 2020-2023. Brotalínur sýna spá frá PM 2020/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-7 Atvinnuleysi og framleiðsluspenna 2014-20231 % af mannafla -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 % af framleiðslugetu Atvinnuleysi (v. ás) Framleiðsluspenna (h. ás) ‘23‘22‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.