Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 38

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 38
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 38 Til viðbótar við tímabundnar áskoranir Hagstofunnar við að mæla verðbólgu hafa farsóttin og samkomutakmarkanir leitt til verulegra breytinga á neyslumynstri heimila eins og rakið hefur verið hér að framan. Hætt er við að neyslukarfan sem miðað er við í útreikningi á vísitölu neysluverðs veiti ekki fyllilega rétta mynd af því hvert raunverulegt neyslumynstur heimilanna var eftir að farsóttin barst til landsins.3 Líkt og sést á mynd 5 hækkaði verð vöruflokka að jafnaði þar sem eftirspurn jókst í byrjun faraldursins eins og t.d. matvöru. Aftur á móti var minni eftirspurn eftir þeim vöruflokkum sem lækkuðu í verði, t.d. farþegaflugi og eldsneyti. Þegar slakað var á sóttvarnaraðgerðum jókst eftirspurn á ný eftir ýmsum vörum og þjónustu sem mikil uppsöfnuð eftirspurn var eftir sem auðveldaði fyrirtækjum að hækka verð. Jafnframt kann að vera að áhrif gengis- lækkunar krónunnar hafi komið í meiri mæli fram í vöruflokkum þar sem eftirspurn var mikil. Því kann að vera að mæling vísitölu neysluverðs á þessu tímabili hafi vanmetið þá verðbólgu sem heim- ilin stóðu frammi fyrir. Bjögun í mældri verðbólgu vegna breyttrar neysluhegðunar virðist hafa verið óveruleg Í því skyni að leggja mat á hve veigamikil þessi bjögun gæti hafa verið voru notuð gögn úr útgjaldarannsókn Markaðsvaktar Meniga til að endurreikna helstu útgjaldavogir vísitölu neyslu- verðs. Verðbólga miðað við þessa „COVID-19-neyslukörfu“ virðist hafa verið lítillega meiri í byrjun faraldursins, einkum vegna þess að verðhækkanir mat- og drykkjarvöru vógu meira en í vísitölu neysluverðs auk þess sem vægi eldsneytis minnkaði og dró því verð- lækkun bensíns í raun minna úr verðbólgu samkvæmt COVID-19- neyslukörfu en ella. Eftir að slakað var á sóttvarnaraðgerðum jókst t.d. bílaumferð svo að verðhækkanir á eldsneyti fengu á ný meira vægi samkvæmt COVID-neyslukörfunni. Auk þess jókst eftirspurn eftir ýmissi þjónustu líkt og gistingu sem hækkaði í verði yfir sumar- tímann. Lækkun flugfargjalda dró aftur á móti minna úr verðbólgu samkvæmt COVID-19-neyslukörfu heldur en þeirri mældu þar sem eftirspurn eftir flugi hefur verið í lágmarki. Þegar leið á haustið var vægi útgjalda t.d. til heimilisvöru og fatakaupa orðið meira en í eðlilegu árferði og verðhækkun þeirra olli því auknum mun á mæli- kvörðunum. Munurinn á mældri verðbólgu og verðbólgu miðað við COVID-19-neyslukörfu frá því í febrúar sl. er metinn á bilinu 0,1-0,3 prósentur. Þetta er sambærilegur munur og mælst hefur í öðrum löndum (sjá t.d. Cavallo, 2020, Bank of England, 2020, og Bank of Canada, 2020). Þetta er einnig í takt við upplýsingar Hagstofunnar sem telur að bjögun af völdum samdráttar í neyslu geti til skamms tíma leitt til vanmats á verðlagi en að slík bjögun sé óveruleg ef neysluhegðun fer aftur í sambærilegt horf. Eins og komið hefur fram leiddu samkomutakmarkanir og ákvörðun fólks um að viðhafa nálægðartakmarkanir (e. social distancing) til þess að útgjöld til vöru og þjónustu sem krefjast nálægðar á milli einstaklinga drógust saman. Mynd 6 sýnir hvernig vöruflokkar í vísitölu neysluverðs sem eru ónæmir fyrir samkomu- takmörkunum eins og matvara, húsnæði, hiti og rafmagn áttu stóra hlutdeild í mældri verðbólgu í byrjun faraldursins. Þegar leið á faraldurinn og samkomutakmörkunum var aflétt jókst hins vegar framlag vöruflokka sem voru á einhvern hátt næmir fyrir samkomu- takmörkunum. 3. Til grundvallar útreikningum vísitölu neysluverðs eru notaðar vogir sem eru reiknaðar úr útgjaldarannsóknum fyrri ára. Í kjölfar grunnskipta vísitölu neysluverðs í mars 2020 byggðust vogirnar á niðurstöðum útgjaldarannsókna á árunum 2016-2018. Þetta er stöðluð alþjóðleg aðferð sem hentar í venjulegu árferði þegar litlar breytingar eru á neyslumynstri heimila. Heimildir: Hagstofa Íslands, Markaðsvakt Meniga. Mynd 5 Breyting á útgjöldum og verði valinna vöruflokka Verðbreyting (%) Breyting í útgjöldum (%) Febrúar 2020 - maí 2020 Febrúar 2020 - september 2020 0 50 100 150-150 -15 -10 -5 0 5 10 15 -100 -50 Mat- og drykkjarvörur Eldsneyti Flugfargjöld Gisting Mynd 6 Framlag vöruflokka til verðbólgu Janúar - október 2020 1. Vöruflokkar þar sem eftirspurn er ónæm fyrir sóttvarnaraðgerðum (mat- og drykkjarvörur, húsnæði, hiti og rafmagn, heilsa, póstur og sími, menntun og ýmis þjónusta). 2. Vöruflokkar þar sem eftirspurn er næm fyrir sóttvarnaraðgerðum (áfengi og tóbak, föt og skór, húsgögn og heimilisbúnaður, ferðir og flutningar, tómstundir og menning, hótel og veitingastaðir og snyrting). Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Ónæmir¹ Næmir² VNV 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 J F M A M J J Á S O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.