Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 30

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 30
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 30 Rammagrein 1 Fráviksdæmi og óvissuþættir Mikil óvissa er um efnahagshorfur um þessar mundir og er hún lík- lega meiri nú en oft áður. Þar vegur þungt að framvinda innlendra og alþjóðlegra efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af því hvernig til tekst við að ráða niðurlögum COVID-19-farsóttarinnar en erfitt er að spá fyrir um hversu víðtækar sóttvarnaraðgerðir þarf til að ná tökum á henni og hve lengi þær þurfi að vara. Óvissuþættirnir eru þó fleiri og í þessari rammagrein er fjallað um nokkra þeirra og sýnd fráviksdæmi sem byggjast á ólíkum forsendum um árangurinn í viðureigninni við farsóttina og hversu hratt og að hve miklu leyti heimilin í landinu ganga á þann sparnað sem byggst hefur upp í kjölfar þess að farsóttin skall á þjóðarbúinu. Fráviksdæmi: Ólíkar forsendur um framgang farsóttarinnar Fráviksdæmi þar sem verr gengur að ráða niðurlögum farsóttarinnar Í grunnspá bankans er gert ráð fyrir að tekist hafi að finna bóluefni við COVID-19-farsóttinni í byrjun næsta árs og að víðtæk bólu- setning náist um mitt næsta ár og í kjölfarið taki lífið smám saman að færast í eðlilegra horf. Ekki er hins vegar útilokað að viðureignin við faraldurinn reynist erfiðari. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, lok- unaraðgerðir og samkomubönn þyrftu þá að vera strangari og vara lengur en í grunnspánni. Í þessu fráviksdæmi er þar að auki gert ráð fyrir því að almenningur hafi meiri áhyggjur af efnahagshorfum og eigin heilsu þannig að fleiri kjósa að vera heima og fresta útgjalda- ákvörðunum. Innlend eftirspurn gæfi þá meira eftir og væri lengur að taka við sér. Aukin almenn óvissa drægi jafnframt úr vilja fyrir- tækja til að ráða fólk í vinnu og leggja út í fjárfestingu. Þá er gert ráð fyrir að áhættuálag á innlenda fjármögnun fyrirtækja hækki enn frekar og hjaðni hægar en í grunnspánni. Minni alþjóðleg eftirspurn og strangari sóttvarnir á landamær- um gera það að verkum að horfur um útflutning vöru og þjónustu frá Íslandi verða enn lakari en í grunnspánni.1 Samkvæmt fráviks- dæminu fjölgar ferðamönnum nánast ekkert milli ára á næsta ári og eru þeir færri en í grunnspánni á öllu spátímabilinu. Útflutt þjónusta eykst því ekki nema um liðlega 9% á næsta ári sem er meira en 17 prósentum minni aukning en í grunnspánni. Horfur um vöruútflutn- ing eru einnig lakari. Munar þar sérstaklega um verri horfur í útflutn- ingi sjávarafurða vegna minni alþjóðlegrar eftirspurnar og aukinna erfiðleika við dreifingu afurða á alþjóðamarkaði. Útflutningur vöru og þjónustu eykst því um 5% á næsta ári í stað tæplega 12% sam- kvæmt grunnspánni. Lakari útflutningshorfur magna enn frekar neikvæð áhrif þrá- látari farsóttar á innlendar tekjur og eftirspurn. Við bætast neikvæð áhrif farsóttarinnar á framleiðslugetu þjóðarbúsins: gjaldþrot fyrir- tækja verða víðtækari, fleira fólk hverfur af vinnumarkaði og aukið atvinnuleysi veldur því að jafnvægisatvinnuleysi eykst meira og hjaðnar hægar. Farsóttin og þær truflanir sem hún veldur á innlendri framleiðslu leiðir einnig tímabundið til hægari framleiðnivaxtar. Þótt innlendar hagstjórnaraðgerðir vegi á móti, felur fráviks- dæmið í sér að efnahagshorfur versna nokkuð frá grunnspánni.2 Horfur fyrir það sem eftir lifir þessa árs breytast ekki mikið enda langt liðið á árið. Horfur fyrir næsta ár breytast hins vegar mikið: vöxtur einkaneyslu er 2,6 prósentum minni en í grunnspá og hag- 1. Stuðst er við nýlegt mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á áhrifum mismunandi árangurs í viðureigninni við farsóttina á heimsbúskapinn. Sjá World Economic Outlook, kafli 1, október 2020. 2. Gert er ráð fyrir að peningastefnan bregðist við með lægri vöxtum en í grunnspá í takt við peningastefnureglu þjóðhagslíkans bankans og að í opinberum fjármálum fái sjálf- virkir sveiflujafnarar að virka óhindrað. Hagstjórnaraðhaldið er með samsvarandi hætti þéttara í bjartsýnna fráviksdæminu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.