Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 10

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 10
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 10 ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR hins vegar rétt úr kútnum síðan þá samhliða hröðum efnahagsbata í Kína og er nú orðið hærra en það var í ársbyrjun. Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir meiri lækkun milli ára á útflutningsverði áls frá Íslandi eða rúmlega 11% í stað 8% í ágústspá bankans. Líkt og í ágúst er gert ráð fyrir að álverð haldi áfram að hækka út spátímann. Verð á olíu hefur haldist tiltölulega stöðugt eftir viðsnúning í vor ... Eftir að hafa hríðfallið framan af ári fór heimsmarkaðsverð á olíu hækkandi í vor og framan af sumri. Hækkunin endurspeglaði hvort tveggja minnkandi olíuframboð helstu olíuframleiðsluríkja og aukna eftirspurn eftir olíu samhliða slökun sóttvarnaraðgerða og vaxandi efnahagsumsvifum. Verðið hélst tiltölulega stöðugt í sumar en lækk- aði í haust sem einkum má rekja til vaxandi áhyggna um að fjölgun COVID-19-smita kynni að valda bakslagi í heimsbúskapnum og þar með í olíueftirspurn. Þá kann aukin olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna og nokkurra annarra olíuframleiðsluríkja sem standa utan samtakanna einnig að hafa stuðlað að lækkun olíuverðs þótt framleiðslan sé enn mun minni en hún var í upphafi ársins. Brent-hráolíuverð var tæplega 42 Bandaríkjadalir á tunnu að meðaltali í október eða ríflega þriðjungi lægra en í ársbyrjun og er útlit fyrir að það haldist lágt á næstu árum (mynd I-14). Í nýlegri spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar er talið að olíueftirspurn verði um 8% minni að meðaltali í ár en í fyrra sem yrði u.þ.b. tvöfalt meiri samdráttur en mælst hefur á einu ári í a.m.k. liðlega átta áratugi. Þá er spáð að eftirspurnin muni aukast um 6% á næsta ári en að hún nái ekki samsvarandi stigi og fyrir farsóttina fyrr en á árinu 2023. Á sama tíma er talið að vaxandi olíuframleiðsla ásamt ádrætti á miklar olíubirgðir haldi aftur af hækkun olíuverðs. ... en verð á annarri hrávöru hefur hækkað enn frekar Verð á annarri hrávöru en orkugjöfum hefur hækkað samfleytt frá því í vor eftir mikla lækkun í kjölfar heimsfaraldursins og er nú orðið hærra en það var í ársbyrjun (mynd I-13). Verð á málmum hefur hækkað mest sem skýrist einkum af aukinni eftirspurn frá Kína en einnig vegna framboðshnökra í námugreftri í tengslum við farsóttina. Þá hefur verð landbúnaðarafurða einnig náð sér á strik, einkum vegna hækkunar matvælaverðs og verðs á drykkjarvöru. Talið er að hrávöruverð verði 1,1% hærra í ár en það var í fyrra í stað þess að lækka um 2,6% eins og búist var við í ágúst. Á móti er gert ráð fyrir minni hækkun á næsta ári en þá var gert ráð fyrir. Horfur á frekari rýrnun viðskiptakjara í ár Viðskiptakjör vöru og þjónustu bötnuðu um liðlega 1% milli fjórðunga á öðrum fjórðungi ársins (mynd I-13). Svo virðist hins vegar sem þau hafi rýrnað nokkuð á ný á þriðja ársfjórðungi og muni því rýrna um 0,6% á árinu öllu en í ágúst var spáð 2,1% bata (mynd I-15). Horfur fyrir næsta ár hafa einnig versnað. Heimildir: Refinitiv, Seðlabanki Íslands. USD á tunnu Mynd I-14 Alþjóðlegt olíuverð Janúar 2010 - desember 2023 Hráolíuverð (Brent) Framvirkt verð PM 2020/3 Framvirkt verð PM 2020/4 0 20 40 60 80 100 120 140 ‘23‘22‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 1. Grunnspá Seðlabankans 2020-2023. Brotalína sýnir spá frá PM 2020/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-15 Viðskiptakjör vöru og þjónustu 2015-20231 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 202320222021202020192018201720162015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.