Peningamál - 18.11.2020, Page 10

Peningamál - 18.11.2020, Page 10
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 10 ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR hins vegar rétt úr kútnum síðan þá samhliða hröðum efnahagsbata í Kína og er nú orðið hærra en það var í ársbyrjun. Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir meiri lækkun milli ára á útflutningsverði áls frá Íslandi eða rúmlega 11% í stað 8% í ágústspá bankans. Líkt og í ágúst er gert ráð fyrir að álverð haldi áfram að hækka út spátímann. Verð á olíu hefur haldist tiltölulega stöðugt eftir viðsnúning í vor ... Eftir að hafa hríðfallið framan af ári fór heimsmarkaðsverð á olíu hækkandi í vor og framan af sumri. Hækkunin endurspeglaði hvort tveggja minnkandi olíuframboð helstu olíuframleiðsluríkja og aukna eftirspurn eftir olíu samhliða slökun sóttvarnaraðgerða og vaxandi efnahagsumsvifum. Verðið hélst tiltölulega stöðugt í sumar en lækk- aði í haust sem einkum má rekja til vaxandi áhyggna um að fjölgun COVID-19-smita kynni að valda bakslagi í heimsbúskapnum og þar með í olíueftirspurn. Þá kann aukin olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna og nokkurra annarra olíuframleiðsluríkja sem standa utan samtakanna einnig að hafa stuðlað að lækkun olíuverðs þótt framleiðslan sé enn mun minni en hún var í upphafi ársins. Brent-hráolíuverð var tæplega 42 Bandaríkjadalir á tunnu að meðaltali í október eða ríflega þriðjungi lægra en í ársbyrjun og er útlit fyrir að það haldist lágt á næstu árum (mynd I-14). Í nýlegri spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar er talið að olíueftirspurn verði um 8% minni að meðaltali í ár en í fyrra sem yrði u.þ.b. tvöfalt meiri samdráttur en mælst hefur á einu ári í a.m.k. liðlega átta áratugi. Þá er spáð að eftirspurnin muni aukast um 6% á næsta ári en að hún nái ekki samsvarandi stigi og fyrir farsóttina fyrr en á árinu 2023. Á sama tíma er talið að vaxandi olíuframleiðsla ásamt ádrætti á miklar olíubirgðir haldi aftur af hækkun olíuverðs. ... en verð á annarri hrávöru hefur hækkað enn frekar Verð á annarri hrávöru en orkugjöfum hefur hækkað samfleytt frá því í vor eftir mikla lækkun í kjölfar heimsfaraldursins og er nú orðið hærra en það var í ársbyrjun (mynd I-13). Verð á málmum hefur hækkað mest sem skýrist einkum af aukinni eftirspurn frá Kína en einnig vegna framboðshnökra í námugreftri í tengslum við farsóttina. Þá hefur verð landbúnaðarafurða einnig náð sér á strik, einkum vegna hækkunar matvælaverðs og verðs á drykkjarvöru. Talið er að hrávöruverð verði 1,1% hærra í ár en það var í fyrra í stað þess að lækka um 2,6% eins og búist var við í ágúst. Á móti er gert ráð fyrir minni hækkun á næsta ári en þá var gert ráð fyrir. Horfur á frekari rýrnun viðskiptakjara í ár Viðskiptakjör vöru og þjónustu bötnuðu um liðlega 1% milli fjórðunga á öðrum fjórðungi ársins (mynd I-13). Svo virðist hins vegar sem þau hafi rýrnað nokkuð á ný á þriðja ársfjórðungi og muni því rýrna um 0,6% á árinu öllu en í ágúst var spáð 2,1% bata (mynd I-15). Horfur fyrir næsta ár hafa einnig versnað. Heimildir: Refinitiv, Seðlabanki Íslands. USD á tunnu Mynd I-14 Alþjóðlegt olíuverð Janúar 2010 - desember 2023 Hráolíuverð (Brent) Framvirkt verð PM 2020/3 Framvirkt verð PM 2020/4 0 20 40 60 80 100 120 140 ‘23‘22‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 1. Grunnspá Seðlabankans 2020-2023. Brotalína sýnir spá frá PM 2020/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-15 Viðskiptakjör vöru og þjónustu 2015-20231 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 202320222021202020192018201720162015

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.