Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 44

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 44
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 44 Aðgerðir vegna COVID­19­farsóttarinnar COVID-19-farsóttin hefur haft veruleg áhrif á efnahagsumsvif og fjárhag ríkis og sveitarfélaga. Eins og rakið er í rammagrein 2 í Peningamálum 2020/2 hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að milda áfallið fyrir þau heimili og fyrirtæki sem eru hvað mest berskjölduð fyrir áhrifum farsóttarinnar og til að vernda störf og fyrirtæki. Í töflum 6 og 7 má sjá uppfært yfirlit yfir þær mótvægis- aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á árunum 2020 og 2021 vegna farsóttarinnar og áhrif þeirra á rekstrarafkomu ríkissjóðs. Þar eru meðtaldir tekjufallsstyrkir fyrir þetta ár sem samþykktir voru í ríkisstjórn 16. október sl. eftir framlagningu frumvarpsins. Samtals er áætlað að þessar aðgerðir kosti ríkissjóð 174 ma.kr. eða sem samsvarar um 5 3/4 % af landsframleiðslu ársins 2019. Eins og sést á mynd 3 er umfang beinna aðgerða minna en að meðaltali í þróuðum ríkjum en svipað því sem ákveðið hefur verið á hinum Norðurlöndunum að Finnlandi undanskildu. Þessu til viðbótar eru ýmsar aðgerðir sem ekki hafa sömu beinu áhrif á rekstrarafkomu ríkissjóðs þrátt fyrir að efnahags umfang þeirra geti verið umtalsvert. Það hafa t.d. verið veitt brúar- og stuðningslán auk víkjandi lána fyrir 23 ma.kr. en ríkissjóður ábyrgist stóran hluta þessara lána viðskiptabankanna til fyrirtækja. Einnig hafa verið veitt- ir greiðslufrestir á skattgreiðslum að andvirði 20 ma.kr. auk þess sem Alþingi samþykkti í júní sl. lög um greiðsluskjól fyrir fyrirtæki í allt að eitt ár (sjá nánar í rammagrein 2 í Peningamálum 2020/2). Úrræði Umfang (ma.kr.) Atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli 22 Greiðsla hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti 21,1 Flýting framkvæmdaverkefna 17,9 Tekjufallsstyrkir 23,3 Afturfæranlegt tap lögaðila 12 Ýmis félags- og heilbrigðismál 5,4 Náms- og starfsúrræði 5 Aukin VSK-endurgreiðsla vegna viðhalds o.fl. 4,7 Skatttekjur vegna sérstakra útgreiðslna séreignarsparnaðar -4,6 Barnabótaauki 3,1 Markaðsátak innanlands og erlendis 3 Styrkur vegna lokunar 2,5 Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar 2,1 Framlenging á tekjutengdum atvinnuleysisbótarétti 1,5 Stuðningur við nýsköpun og þróun 1,4 Greiðsla launa í sóttkví 0,3 Niðurfelling gistináttaskatts 0,3 Niðurfelling tollafgreiðslugjalds 0,2 Samtals kostnaður 121,3 Heimild: Fjárlagafrumvarp ársins 2021. Tafla 6 Aðgerðir í ríkisfjármálum árið 2020 vegna COVID-19 % af VLF Mynd 3 Beinar aðgerðir í ríkisfjármálum vegna COVID-191 1. Aðgerðir sem tilkynnt hafði verið um um miðjan september 2020. Tímabil aðgerða er breytilegt eftir löndum en rúmast innan áranna 2020-2021. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, fjármála- og efnahagsráðu- neytið, Seðlabanki Íslands. 0 4 8 12 16 20 Fi nn la nd Sp án n Be lg ía Té kk la nd H ol la nd Sv is s Ít al ía Fr ak kl an d Sv íþ jó ð N or eg ur Ís la nd D an m ör k Þý sk al an d Br et la nd Þr óu ð rík i Ja pa n Ba nd ar ík in K an ad a Si ng ap úr N ýj a- Sj ál an d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.