Peningamál - 18.11.2020, Qupperneq 44

Peningamál - 18.11.2020, Qupperneq 44
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 44 Aðgerðir vegna COVID­19­farsóttarinnar COVID-19-farsóttin hefur haft veruleg áhrif á efnahagsumsvif og fjárhag ríkis og sveitarfélaga. Eins og rakið er í rammagrein 2 í Peningamálum 2020/2 hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að milda áfallið fyrir þau heimili og fyrirtæki sem eru hvað mest berskjölduð fyrir áhrifum farsóttarinnar og til að vernda störf og fyrirtæki. Í töflum 6 og 7 má sjá uppfært yfirlit yfir þær mótvægis- aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á árunum 2020 og 2021 vegna farsóttarinnar og áhrif þeirra á rekstrarafkomu ríkissjóðs. Þar eru meðtaldir tekjufallsstyrkir fyrir þetta ár sem samþykktir voru í ríkisstjórn 16. október sl. eftir framlagningu frumvarpsins. Samtals er áætlað að þessar aðgerðir kosti ríkissjóð 174 ma.kr. eða sem samsvarar um 5 3/4 % af landsframleiðslu ársins 2019. Eins og sést á mynd 3 er umfang beinna aðgerða minna en að meðaltali í þróuðum ríkjum en svipað því sem ákveðið hefur verið á hinum Norðurlöndunum að Finnlandi undanskildu. Þessu til viðbótar eru ýmsar aðgerðir sem ekki hafa sömu beinu áhrif á rekstrarafkomu ríkissjóðs þrátt fyrir að efnahags umfang þeirra geti verið umtalsvert. Það hafa t.d. verið veitt brúar- og stuðningslán auk víkjandi lána fyrir 23 ma.kr. en ríkissjóður ábyrgist stóran hluta þessara lána viðskiptabankanna til fyrirtækja. Einnig hafa verið veitt- ir greiðslufrestir á skattgreiðslum að andvirði 20 ma.kr. auk þess sem Alþingi samþykkti í júní sl. lög um greiðsluskjól fyrir fyrirtæki í allt að eitt ár (sjá nánar í rammagrein 2 í Peningamálum 2020/2). Úrræði Umfang (ma.kr.) Atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli 22 Greiðsla hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti 21,1 Flýting framkvæmdaverkefna 17,9 Tekjufallsstyrkir 23,3 Afturfæranlegt tap lögaðila 12 Ýmis félags- og heilbrigðismál 5,4 Náms- og starfsúrræði 5 Aukin VSK-endurgreiðsla vegna viðhalds o.fl. 4,7 Skatttekjur vegna sérstakra útgreiðslna séreignarsparnaðar -4,6 Barnabótaauki 3,1 Markaðsátak innanlands og erlendis 3 Styrkur vegna lokunar 2,5 Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar 2,1 Framlenging á tekjutengdum atvinnuleysisbótarétti 1,5 Stuðningur við nýsköpun og þróun 1,4 Greiðsla launa í sóttkví 0,3 Niðurfelling gistináttaskatts 0,3 Niðurfelling tollafgreiðslugjalds 0,2 Samtals kostnaður 121,3 Heimild: Fjárlagafrumvarp ársins 2021. Tafla 6 Aðgerðir í ríkisfjármálum árið 2020 vegna COVID-19 % af VLF Mynd 3 Beinar aðgerðir í ríkisfjármálum vegna COVID-191 1. Aðgerðir sem tilkynnt hafði verið um um miðjan september 2020. Tímabil aðgerða er breytilegt eftir löndum en rúmast innan áranna 2020-2021. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, fjármála- og efnahagsráðu- neytið, Seðlabanki Íslands. 0 4 8 12 16 20 Fi nn la nd Sp án n Be lg ía Té kk la nd H ol la nd Sv is s Ít al ía Fr ak kl an d Sv íþ jó ð N or eg ur Ís la nd D an m ör k Þý sk al an d Br et la nd Þr óu ð rík i Ja pa n Ba nd ar ík in K an ad a Si ng ap úr N ýj a- Sj ál an d

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.