Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 33

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 33
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 33 Mynd 4 Framleiðni og framleiðslugeta þjóðarbúsins1 Breyting frá fyrra ári (%) Framleiðni Framleiðslugeta 1. Framleiðni vinnuafls mælt með VLF á unna stund. Grunnspá Seðla- bankans 2020-2023. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 2020-20232005-20191990-2004 Fráviksdæmi með mismunandi forsendum um sparnaðarhegðun heimila Í fyrra fráviksdæminu er gert ráð fyrir að sparnaðarhlutfallið haldist um 2 prósentum undir því sem það er í grunnspánni á spátímanum en að munurinn fjari síðan út. Einkaneysla eykst þá töluvert hraðar, störfum fjölgar meira og atvinnuleysi verður ekki eins mikið (mynd 1c). Verðbólga verður því meiri þótt hærra gengi krónunnar og hærri vextir Seðlabankans vegi á móti. Hagvöxtur á næsta ári verður ríflega 3% eða um 1 prósentu meiri en í grunnspánni og þótt hann sé heldur minni á seinni hluta spátímans er landsframleiðslan heldur meiri í lok spátímans (mynd 2). Seinna fráviksdæmið er áþekkt nema hvað þar er gert ráð fyrir að sparnaðarhlutfallið haldist um 2 prósentum hærra að meðaltali á spátímanum en í grunnspánni en að munurinn fjari út er frá líður. Þetta hefur töluverð áhrif á eftirspurn heimila, sérstaklega á næsta ári þegar vöxtur einkaneyslu er 21/2 prósentu minni en í grunnspánni (mynd 1d). Meiri varkárni heimila í útgjaldaákvörðunum seinkar því efnahagsbatanum og hagvöxtur á næsta ári verður einungis 1,5% eða næstum 1 prósentu minni en í grunnspánni. Slakinn í þjóðar- búinu verður því meiri, störfum fækkar enn frekar og atvinnuleysi verður meira. Á móti vegur að vextir Seðlabankans haldast lágir lengur og þrátt fyrir að gengi krónunnar sé lægra verður verðbólga heldur minni. Þótt hagvöxtur áranna 2022-2023 sé litlu meiri er landsframleiðslan enn um 0,3% undir því sem grunnspáin gerir ráð fyrir árið 2023 (mynd 2). Aðrir óvissuþættir Áhrif farsóttar á framleiðslugetu þjóðarbúsins gætu verið vanmetin Efnahagshorfur næstu ára eru háðar fjölda annarra óvissuþátta. Óvissan lýtur t.d. ekki einungis að því hve lengi farsóttin muni vara og hver áhrif hennar verða á eftirspurn og hagvöxt í ár og á næsta ári heldur einnig að mögulegum áhrifum sóttarinnar á hagvaxtar- horfur til lengri tíma. Horfur eru á að fjöldi fyrirtækja verði gjald- þrota og þau sem eftir lifa dragi úr fjárfestingu í fastafjármunum og þekkingu, ekki síst þar sem þau þurfa í auknum mæli að fjárfesta í framleiðsluferlum sem auka öryggi starfsfólks og gera því betur kleift að sinna verkefnum sínum í fjarvinnu. Efnahagskreppan veldur einnig kostnaðarsamri tilfærslu framleiðsluþátta milli atvinnugreina og hætt er við að sveigjanleiki og opnanleiki efnahagskerfisins minnki, a.m.k. tímabundið. Þá er hætt við að fólk fari af vinnumark- aði og að dýrmæt þekking tapist í kjölfarið. Allir þessir þættir eru til þess fallnir að hafa neikvæð áhrif á framleiðnivöxt og vöxt framleiðslugetu þjóðarbúsins. Eins og sést á mynd 4 er í grunnspánni áætlað að framleiðni vinnuafls og framleiðslugeta þjóðarbúsins vaxi nokkru hægar á spátímanum en að meðaltali á undanförnum þrjátíu árum. Það mat gæti hæglega reynst of bjartsýnt ef farsóttin dregst enn frekar á langinn eða ef umfang þeirra breytinga sem lýst er hér að framan reynist meira en áætlað er í grunnspánni. Áhrif farsóttarinnar á framleiðslu og atvinnu gætu því orðið meiri og langvinnari. Grunnspáin byggist á núverandi áformum stjórnvalda í ríkisfjármálum Meginmarkmið hagstjórnarviðbragða við farsóttinni hefur verið að milda eins og unnt er efnahagsleg áhrif hennar og fleyta fyrirtækj- um og heimilum yfir erfiðasta hjallann. Í baráttunni við faraldurinn hafa aðgerðir í ríkisfjármálum gegnt lykilhlutverki. Eftir því sem farsóttin hefur dregist á langinn verður áskorun opinberra fjármála í vaxandi mæli að draga eins og unnt er úr langtímaskaða farsótt- arinnar án þess að hindra eðlilega aðlögun þjóðarbúsins að nýjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.