Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 47

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 47
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 47 Eins og fyrri ár birtir Seðlabankinn í nóvemberhefti Peningamála samantekt á því hvernig bankanum tókst til við að spá um fram- vindu efnahagsmála á nýliðnu ári. Með því er reynt að draga fram helstu orsakir frávika í spám bankans svo að hægt sé að læra af þeim og nýta til að bæta spágerðina og líkön bankans. Árið 2019 einkenndist af miklu umróti í efnahagsmálum og tóku efnahagshorfur töluverðum breytingum við fall flugfélagsins WOW Air í mars það ár. Spár bankans sem gerðar voru fyrir fall félagsins reyndust því of bjartsýnar. Spár bankans strax í kjölfarið reyndust hins vegar of svartsýnar sem helst má rekja til þess að samdráttur útgjalda heimila og fyrirtækja beindist í ríkari mæli að innflutningi vöru og þjónustu en gert hafði verið ráð fyrir. Framan af árinu reyndust verðbólguspár bankans einnig heldur svartsýnar og virðist það helst mega rekja til ofmats á áhrifum lækkunar á gengi krónunnar á verðbólgu og verðbólguvæntingar. Miklar breytingar urðu á hagvaxtarhorfum í kjölfar falls WOW Air Spár bankans fram eftir ári 2018 gerðu ráð fyrir um 2¾-3% hag- vexti árið 2019 eins og mynd 1 sýnir. Bankinn varð hins vegar smám saman svartsýnni um horfurnar og í spá Peningamála frá febrúar 2019 var hagvaxtarspáin komin niður í 1,8%.1 Þar vó þungt að rekstrarvandi WOW Air var að verða æ ljósari. Strax undir lok árs 2018 tók félagið að draga úr umsvifum sínum og selja flugvélar úr rekstri. Áfram var þó gert ráð fyrir að flugfélaginu tækist að bjarga sér fyrir horn og halda áfram rekstri. Þegar leið á marsmánuð 2019 var hins vegar orðið æ ljósara að það tækist ekki. Þá bættust við vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar nýrra Boeing 737 MAX- þotna félagsins en áætlanir þess höfðu gert ráð fyrir að þær myndu standa undir tæplega þriðjungi flugferða þess sumarið 2019. Spá um þróun útflutnings á árinu var því lækkuð í febrúarspá bankans og enn frekari lækkun varð í maíspánni en sú spá var fyrsta spá bankans eftir að WOW Air varð gjaldþrota í lok mars. Í stað áfram- haldandi vaxtar útflutnings var talið að hann myndi dragast saman um tæplega 4% á árinu og hefur sú spá í meginatriðum gengið eftir (mynd 2). Í maíspá bankans voru hagvaxtarhorfur fyrir árið 2019 því færðar enn frekar niður og spáð 0,4% samdrætti. Áfram var spáð samdrætti á árinu í síðustu spá ársins en þá lágu fyrir þjóðhagsreikn- ingar fyrir fyrri hluta ársins. Þegar Hagstofa Íslands birti fyrsta mat á hagvexti ársins 2019 í febrúar 2020 kom hins vegar í ljós að spár bankans sem gerðar voru í kjölfar falls WOW Air höfðu reynst of svartsýnar og að hagvöxtur ársins var í reynd 1,9% sem er svipaður vöxtur og gert hafði verið ráð fyrir í febrúarspá bankans. Horfur um vöxt innlendrar eftirspurnar versnuðu verulega … Versnandi útflutningshorfur höfðu veruleg áhrif á spár bankans um þróun innlendrar eftirspurnar (mynd 3). Horfur um vöxt einkaneyslu voru endurskoðaðar verulega niður á við og frá og með maíspánni 2019 var spáð um 1½% vexti á árinu í stað um 4% í febrúarspánni og hefur sú spá í meginatriðum gengið eftir. Í maí var gert ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting myndi dragast saman um tæplega 7% á árinu en eftir því sem leið á árið varð ljóst að það var vanmat og reyndist samdrátturinn töluvert meiri eða 18%. Þá voru spár um eftirspurn hins opinbera einnig færðar niður í maí og gert ráð fyrir liðlega 2% vexti á árinu sem hefur gengið eftir. 1. Þegar spá bankans fyrir Peningamál 2019/1 er gerð í febrúar 2019 liggja einungis fyrir þjóðhagsreikningar frá Hagstofu Íslands til og með þriðja ársfjórðungi 2018. Rammagrein 4 Spár Seðlabankans um efnahagsþróun ársins 2019 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 1 Hagvaxtarspár Peningamála fyrir árið 20191 1. Spár PM 2018/2, 2018/4 og 2019/1-2019/4 fyrir hagvöxt ársins 2019 ásamt nýjasta mati Hagstofu Íslands á hagvexti ársins. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 HÍ ‘19 19/4 19/3 19/2 19/1 18/4 18/2 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 2 Útflutningsspár Peningamála fyrir árið 20191 1. Spár PM 2018/2, 2018/4 og 2019/1-2019/4 fyrir útflutning ársins 2019 ásamt nýjasta mati Hagstofu Íslands á útflutningi ársins. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -7 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 HÍ ‘19 19/4 19/3 19/2 19/1 18/4 18/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.