Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 15

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 15
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 15 Innlend eftirspurn einkaaðila Mikill samdráttur einkaneyslu á öðrum fjórðungi ársins … Víðtækar sóttvarnaraðgerðir til að hægja á útbreiðslu COVID-19- farsóttarinnar í mars og apríl höfðu veruleg áhrif á neysluvilja og -möguleika heimila. Einkaneysla minnkaði um 9% milli ársfjórðunga á öðrum fjórðungi ársins sem er mesti samdráttur sem mælst hefur á einum fjórðungi frá fjórða ársfjórðungi 2008 (mynd III-1). Milli ára dróst einkaneysla saman um 8,3% sem er heldur minni samdráttur en spáð hafði verið í ágústhefti Peningamála. … en viðsnúningur á þriðja ársfjórðungi … Einkaneysla virðist hafa tekið kröftuglega við sér undir lok annars ársfjórðungs og í sumar þegar farsóttin hafði rénað og slakað var á sóttvarnaraðgerðum (mynd 2 í viðauka 1). Umferð jókst töluvert frá því sem hún var í mars og apríl. Það sama á við um innlenda kortaveltu heimila, hvort sem litið er til kaupa á sér- og dagvöru eða til kaupa á ýmissi þjónustu sem krefst nálægðar milli fólks (mynd III-2). Áætlað er að einkaneysla hafi aukist um liðlega 2% milli annars og þriðja fjórð- ungs sem er heldur kröftugri vöxtur en spáð var í ágúst (mynd III-1). … sem gekk til baka á þeim fjórða Seint í september tók farsóttin sig upp aftur af nokkrum krafti, sótt- varnaraðgerðir voru hertar enn frekar og efnahagsumsvif drógust aftur saman. Eins og sést á mynd 2 í viðauka 1 dró úr umferð á höfuð- borgarsvæðinu og kortavelta gaf eftir, sérstaklega í útgjaldaflokkum tengdum starfsemi sem krefst nálægðar við annað fólk (sjá einnig mynd III-2). Þetta bakslag í viðureigninni við faraldurinn gerir það að verkum að nú er talið að einkaneysla dragist saman á ný á fjórða ársfjórðungi (mynd III-1). Gangi þetta eftir mun hún dragast saman um 5,5% á árinu öllu. Það er heldur minni samdráttur en spáð var í ágúst sem rekja má til þess að einkaneysla á fyrri hluta ársins reyndist nokkru meiri en þar var gert ráð fyrir (mynd III-3). Spáð er að einkaneysla aukist aftur á næsta ári en það er háð því hvernig tekst til við að ráða við farsóttina Mikil óvissa ríkir um það hversu vel mun ganga að halda farsóttinni í skefjum á næstu misserum en það ræður miklu um það hvernig eftirspurn heimila þróast, bæði vegna beinna áhrifa sóttvarna á fram- boð ýmissar þjónustu og áhrifa þeirra á tekjur og væntingar heimila. Samkvæmt núverandi grunnspá tekur þetta lengri tíma en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans enda versnaði staða mála í viðureigninni við faraldurinn á ný í haust. Nú er byggt á þeirri forsendu að farsóttin verði að mestu gengin niður hér á landi í lok þessa árs þótt afmörkuð dæmi aukinna smita séu ekki útilokuð. Þá er gert ráð fyrir að bóluefni við veirunni sem veldur farsóttinni verði tilbúið til notkunar í byrjun næsta árs og það fari í kjölfarið í fjöldaframleiðslu og að víðtæk bólusetning hér og í helstu viðskiptalöndum hafi náðst um mitt næsta ár. Almenn bólusetning og bætt meðferðarúrræði gera það síðan að verkum að Mynd III-1 Ársfjórðungslegur vöxtur einkaneyslu1 1. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2020 1. Árstíðarleiðrétt gögn. Grunnspá Seðlabankans fyrir 3. og 4. árs- fjórðung 2020. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%) -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 20202019 1. Veitingahús, gisting, flutningar, pakkaferðir, tollfrjáls verslun, menning og afþreying, snyrting og ýmis persónuleg þjónusta. 2. Raf- og heimilis- tæki, húsbúnaður, fatnaður, önnur sérvara og ýmis sérhæfð þjónusta. 3. Dagvöruverslun og stórmarkaðir. Heimild: Rannsóknarsetur verslunarinnar. Mynd III-2 Greiðslukortavelta eftir helstu útgjaldaflokkum Breyting frá fyrra ári (%) 1. ársfj. 2020 2. ársfj. 2020 3. ársfj. 2020 Október 2020 Dagvara3Sérvara o.fl.²Veitingahús o.fl.¹ -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-3 Einkaneysla 2005-20231 1. Grunnspá Seðlabankans 2020-2023. Brotalína sýnir spá frá PM 2020/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘23‘21‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07‘05 III Eftirspurn og hagvöxtur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.