Peningamál - 18.11.2020, Qupperneq 15

Peningamál - 18.11.2020, Qupperneq 15
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 15 Innlend eftirspurn einkaaðila Mikill samdráttur einkaneyslu á öðrum fjórðungi ársins … Víðtækar sóttvarnaraðgerðir til að hægja á útbreiðslu COVID-19- farsóttarinnar í mars og apríl höfðu veruleg áhrif á neysluvilja og -möguleika heimila. Einkaneysla minnkaði um 9% milli ársfjórðunga á öðrum fjórðungi ársins sem er mesti samdráttur sem mælst hefur á einum fjórðungi frá fjórða ársfjórðungi 2008 (mynd III-1). Milli ára dróst einkaneysla saman um 8,3% sem er heldur minni samdráttur en spáð hafði verið í ágústhefti Peningamála. … en viðsnúningur á þriðja ársfjórðungi … Einkaneysla virðist hafa tekið kröftuglega við sér undir lok annars ársfjórðungs og í sumar þegar farsóttin hafði rénað og slakað var á sóttvarnaraðgerðum (mynd 2 í viðauka 1). Umferð jókst töluvert frá því sem hún var í mars og apríl. Það sama á við um innlenda kortaveltu heimila, hvort sem litið er til kaupa á sér- og dagvöru eða til kaupa á ýmissi þjónustu sem krefst nálægðar milli fólks (mynd III-2). Áætlað er að einkaneysla hafi aukist um liðlega 2% milli annars og þriðja fjórð- ungs sem er heldur kröftugri vöxtur en spáð var í ágúst (mynd III-1). … sem gekk til baka á þeim fjórða Seint í september tók farsóttin sig upp aftur af nokkrum krafti, sótt- varnaraðgerðir voru hertar enn frekar og efnahagsumsvif drógust aftur saman. Eins og sést á mynd 2 í viðauka 1 dró úr umferð á höfuð- borgarsvæðinu og kortavelta gaf eftir, sérstaklega í útgjaldaflokkum tengdum starfsemi sem krefst nálægðar við annað fólk (sjá einnig mynd III-2). Þetta bakslag í viðureigninni við faraldurinn gerir það að verkum að nú er talið að einkaneysla dragist saman á ný á fjórða ársfjórðungi (mynd III-1). Gangi þetta eftir mun hún dragast saman um 5,5% á árinu öllu. Það er heldur minni samdráttur en spáð var í ágúst sem rekja má til þess að einkaneysla á fyrri hluta ársins reyndist nokkru meiri en þar var gert ráð fyrir (mynd III-3). Spáð er að einkaneysla aukist aftur á næsta ári en það er háð því hvernig tekst til við að ráða við farsóttina Mikil óvissa ríkir um það hversu vel mun ganga að halda farsóttinni í skefjum á næstu misserum en það ræður miklu um það hvernig eftirspurn heimila þróast, bæði vegna beinna áhrifa sóttvarna á fram- boð ýmissar þjónustu og áhrifa þeirra á tekjur og væntingar heimila. Samkvæmt núverandi grunnspá tekur þetta lengri tíma en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans enda versnaði staða mála í viðureigninni við faraldurinn á ný í haust. Nú er byggt á þeirri forsendu að farsóttin verði að mestu gengin niður hér á landi í lok þessa árs þótt afmörkuð dæmi aukinna smita séu ekki útilokuð. Þá er gert ráð fyrir að bóluefni við veirunni sem veldur farsóttinni verði tilbúið til notkunar í byrjun næsta árs og það fari í kjölfarið í fjöldaframleiðslu og að víðtæk bólusetning hér og í helstu viðskiptalöndum hafi náðst um mitt næsta ár. Almenn bólusetning og bætt meðferðarúrræði gera það síðan að verkum að Mynd III-1 Ársfjórðungslegur vöxtur einkaneyslu1 1. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2020 1. Árstíðarleiðrétt gögn. Grunnspá Seðlabankans fyrir 3. og 4. árs- fjórðung 2020. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%) -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 20202019 1. Veitingahús, gisting, flutningar, pakkaferðir, tollfrjáls verslun, menning og afþreying, snyrting og ýmis persónuleg þjónusta. 2. Raf- og heimilis- tæki, húsbúnaður, fatnaður, önnur sérvara og ýmis sérhæfð þjónusta. 3. Dagvöruverslun og stórmarkaðir. Heimild: Rannsóknarsetur verslunarinnar. Mynd III-2 Greiðslukortavelta eftir helstu útgjaldaflokkum Breyting frá fyrra ári (%) 1. ársfj. 2020 2. ársfj. 2020 3. ársfj. 2020 Október 2020 Dagvara3Sérvara o.fl.²Veitingahús o.fl.¹ -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-3 Einkaneysla 2005-20231 1. Grunnspá Seðlabankans 2020-2023. Brotalína sýnir spá frá PM 2020/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘23‘21‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07‘05 III Eftirspurn og hagvöxtur

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.