Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 8

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 8
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 8 ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR bjóst við. Hagvöxtur í Kína hefur einnig tekið hraðar við sér en vænst var en verri horfur í öðrum nýmarkaðs- og þróunarríkjum, einkum á Indlandi, gera það að verkum að spáð er lítillega meiri samdrætti fyrir landahópinn í heild. Þrátt fyrir að efnahagshorfur í heimsbúskapnum hafi batnað í ár að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er enn útlit fyrir að efnahagssamdrátturinn verði sá mesti á friðartímum síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. ... og horfur fyrir helstu viðskiptalönd Íslands hafa einnig skánað Í takt við minni efnahagssamdrátt á öðrum ársfjórðungi og horfur á kröftugri bata á þeim þriðja er búist við minni samdrætti í lands- framleiðslu helstu viðskiptalanda Íslands í ár en gert var ráð fyrir í ágústspá Seðlabankans. Þar vega þyngst betri horfur í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu en einnig á Norðurlöndum. Þrátt fyrir verri horfur á fjórða ársfjórðungi er spáð 5,9% samdrætti að meðaltali í viðskipta- löndunum sem er 1,2 prósentum minni samdráttur en gert var ráð fyrir í ágúst (mynd I-10). Spár um innflutning helstu viðskiptalanda hafa einnig batnað í takt við betri horfur um heimshagvöxt og alþjóðavið- skipti og er nú gert ráð fyrir 10,4% samdrætti á þessu ári. Þrátt fyrir að hagvaxtarhorfur hafi batnað frá því í ágúst er útlit fyrir að samdráttur- inn í helstu viðskiptalöndum verði hátt í tvöfalt meiri í ár en árið 2009 og sá mesti síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Horfur á kröftugum hagvexti á næsta ári en óvissa er mikil Mikil óvissa er um framvinduna í alþjóðlegum efnahagsmálum á næstu misserum en þar vegur þyngst hvernig til tekst við að ráða niðurlögum farsóttarinnar. Alþjóðlegar spár gera ráð fyrir að bóluefni gegn COVID-19-sjúkdómnum verði tilbúið til almennrar notkunar snemma á næsta ári og að búið verði að bólusetja veigamikinn hluta fólks í helstu viðskiptalöndum Íslands um mitt næsta ár. Samhliða því og með tilkomu annarra árangursríkari læknismeðferða gegn farsóttinni er talið að hægt og bítandi sé unnt að slaka á sóttvarnar- aðgerðum og efnahagsumsvif taki að þokast í eðlilegra horf. Gangi það eftir eru horfur á kröftugum viðsnúningi efnahagsumsvifa á næsta ári. Samkvæmt grunnspá Seðlabankans er gert ráð fyrir 4,6% hagvexti að meðaltali í viðskiptalöndum Íslands á næsta ári sem er þó heldur minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í ágústspánni. Horfur fyrir seinni hluta spátímans breytast hins vegar lítið. Mikil óvissa ríkir um þessar forsendur, ekki síst vegna óvissu um hvernig til tekst við að ráða niðurlögum farsóttarinnar (sjá nánar umfjöllun í rammagrein 1). Alþjóðleg verðbólga hefur hjaðnað en verðbólguhorfur hafa lítið breyst Alþjóðleg verðbólga hjaðnaði hratt í vor samhliða mikilli lækkun orkuverðs og samdrætti í almennri eftirspurn vegna COVID-19- faraldursins þótt verð sumra vara hafi hækkað vegna ýmiss konar framleiðsluvanda og vöruskorts, einkum matvælaverð (sjá nánar umfjöllun í rammagrein 2). Ársverðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands mældist einungis 0,5% að meðaltali á öðrum ársfjórðungi og hafði minnkað um ríflega 1 prósentu frá því í ársbyrjun (mynd I-11). Þessi þróun hefur snúist við að hluta og verðbólga aukist á ný í flestum viðskiptalöndunum í takt við aukin efnahagsumsvif og hækkun olíu- 1. Viðskiptavegið framlag einstakra landa. Grunnspá Seðlabankans 2020-2023. Brotalína sýnir spá frá PM 2020/3. Norðurlöndin eru meðaltal Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-10 Hagvöxtur í viðskiptalöndum og framlag einstakra landa 2015-20231 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 202320222021202020192018201720162015 Norðurlönd Önnur lönd Helstu viðskiptalönd Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Mynd I-11 Alþjóðleg verðbólga Janúar 2016 - október 2020 12 mánaða breyting (%) Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Viðskiptalönd Íslands -1 0 1 2 3 4 20202019201820172016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.