Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 14

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 14
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 14 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR nýbyggingar fjölgaði töluvert meira eða um tæp 59%. Hlutdeild nýbygginga af heildarfjölda kaupsamninga hefur því aukist töluvert frá fyrra ári (mynd II-9). Breytt hlutfall nýrra og eldri íbúða kann því að ýkja hækkanir í mælingu íbúðaverðs þar sem fermetraverð nýrra íbúða er yfirleitt hærra en eldri íbúða. Hlutfall fyrstu kaupenda á höfuð- borgarsvæðinu af heildarfjölda kaupenda hefur jafnframt hækkað á undanförnum árum en það mældist um 29% á fyrri helmingi ársins og hefur aldrei mælst hærra. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMXI10, hefur hækkað um 10,2% frá útgáfu Peningamála í ágúst sl. og hafa öll skráð félög hækkað í verði á tímabilinu. Úrvalsvísitalan er hærri nú en hún var áður en faraldurinn barst hingað til lands en velta á hlutabréfamarkaði hefur hins vegar minnkað og var 7% minni á fyrstu tíu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Vanskil fyrirtækja aukast hratt en vanskil heimila hafa lítið breyst Hlutfall útlána heimila í vanskilum er lítillega hærra nú en það var í upphafi árs en það er þó enn fremur lágt í sögulegu samhengi (mynd II-10). Undir lok október voru tæplega 2% útlána til heimila í greiðsluhléi sem ekki teljast til vanskila en það hlutfall hefur lækkað stöðugt frá því að það var hæst í lok maí. Lítil aukning á vanskilum heimila er merki þess að skuldastaða heimila sé á heildina litið ágæt en þó má vænta þess að hlutfall vanskila fari heldur hækkandi eftir því sem atvinnuleysi eykst og sértæk vinnumarkaðsúrræði renna sitt skeið á enda. Mikil hækkun hefur hins vegar verið á hlutfalli útlána fyrirtækja í vanskilum en það hefur nær tvöfaldast frá áramótum. Aukin vanskil eru ein birtingarmynd þeirra erfiðleika sem fyrirtæki standa frammi fyrir um þessar mundir. Undir lok október voru þar að auki 4% lána fyrirtækja í sértækum greiðslufrestunarúrræðum vegna farsóttarinnar sem teljast ekki til almennra vanskila. Þriðjungur þeirra fyrirtækja sem voru með virk greiðsluhlé voru ferðaþjónustufyrirtæki og þriðjungur var í annarri þjónustustarfsemi. Ætla má að sökum mótvægisaðgerða stjórnvalda og úrræða fjármálastofnana hafi áhrif farsóttarinnar á greiðslugetu fyrirtækja verið minni en ella og greiðsluþroti margra þeirra verið frestað. Gjaldþrot fyrirtækja það sem af er ári eru þrátt fyrir það um fimmtungi fleiri en í fyrra en þó eingöngu lítillega fleiri en þau hafa verið að meðaltali síðustu tíu ár. Mynd II-10 Hlutfall útlána í vanskilum1 Janúar 2015 - september 2020 1. Útlán kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja. Þau eru Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki auk Íbúðalánasjóðs fram til ársins 2020. Útlán í vanskilum (e. non-performing loans) eru skilgreind sem lán í frystingu, 90 daga vanskilum eða greiðsla talin ólíkleg. Ef eitt lán við- skiptavinar er komið í 90 daga vanskil eru öll lán viðkomandi við- skiptavinar talin í vanskilum (e. cross default method). Móðurfélög, bókfært virði. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimili Fyrirtæki % af útlánum 0 2 4 6 8 10 12 202020192018201720162015 Mynd II-9 Hlutfall nýbygginga af heildarfjölda kaupsamninga með íbúðarhúsnæði1 Janúar 2016 - september 2020 1. Fjöldi kaupsamninga m.v. kaupdag íbúða. Tólf mánaða hlaupandi meðaltal. Heimild: Þjóðskrá Íslands. Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Landið allt % 4 6 8 10 12 14 16 18 20202019201820172016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.