Peningamál - 18.11.2020, Síða 14

Peningamál - 18.11.2020, Síða 14
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 14 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR nýbyggingar fjölgaði töluvert meira eða um tæp 59%. Hlutdeild nýbygginga af heildarfjölda kaupsamninga hefur því aukist töluvert frá fyrra ári (mynd II-9). Breytt hlutfall nýrra og eldri íbúða kann því að ýkja hækkanir í mælingu íbúðaverðs þar sem fermetraverð nýrra íbúða er yfirleitt hærra en eldri íbúða. Hlutfall fyrstu kaupenda á höfuð- borgarsvæðinu af heildarfjölda kaupenda hefur jafnframt hækkað á undanförnum árum en það mældist um 29% á fyrri helmingi ársins og hefur aldrei mælst hærra. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMXI10, hefur hækkað um 10,2% frá útgáfu Peningamála í ágúst sl. og hafa öll skráð félög hækkað í verði á tímabilinu. Úrvalsvísitalan er hærri nú en hún var áður en faraldurinn barst hingað til lands en velta á hlutabréfamarkaði hefur hins vegar minnkað og var 7% minni á fyrstu tíu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Vanskil fyrirtækja aukast hratt en vanskil heimila hafa lítið breyst Hlutfall útlána heimila í vanskilum er lítillega hærra nú en það var í upphafi árs en það er þó enn fremur lágt í sögulegu samhengi (mynd II-10). Undir lok október voru tæplega 2% útlána til heimila í greiðsluhléi sem ekki teljast til vanskila en það hlutfall hefur lækkað stöðugt frá því að það var hæst í lok maí. Lítil aukning á vanskilum heimila er merki þess að skuldastaða heimila sé á heildina litið ágæt en þó má vænta þess að hlutfall vanskila fari heldur hækkandi eftir því sem atvinnuleysi eykst og sértæk vinnumarkaðsúrræði renna sitt skeið á enda. Mikil hækkun hefur hins vegar verið á hlutfalli útlána fyrirtækja í vanskilum en það hefur nær tvöfaldast frá áramótum. Aukin vanskil eru ein birtingarmynd þeirra erfiðleika sem fyrirtæki standa frammi fyrir um þessar mundir. Undir lok október voru þar að auki 4% lána fyrirtækja í sértækum greiðslufrestunarúrræðum vegna farsóttarinnar sem teljast ekki til almennra vanskila. Þriðjungur þeirra fyrirtækja sem voru með virk greiðsluhlé voru ferðaþjónustufyrirtæki og þriðjungur var í annarri þjónustustarfsemi. Ætla má að sökum mótvægisaðgerða stjórnvalda og úrræða fjármálastofnana hafi áhrif farsóttarinnar á greiðslugetu fyrirtækja verið minni en ella og greiðsluþroti margra þeirra verið frestað. Gjaldþrot fyrirtækja það sem af er ári eru þrátt fyrir það um fimmtungi fleiri en í fyrra en þó eingöngu lítillega fleiri en þau hafa verið að meðaltali síðustu tíu ár. Mynd II-10 Hlutfall útlána í vanskilum1 Janúar 2015 - september 2020 1. Útlán kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja. Þau eru Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki auk Íbúðalánasjóðs fram til ársins 2020. Útlán í vanskilum (e. non-performing loans) eru skilgreind sem lán í frystingu, 90 daga vanskilum eða greiðsla talin ólíkleg. Ef eitt lán við- skiptavinar er komið í 90 daga vanskil eru öll lán viðkomandi við- skiptavinar talin í vanskilum (e. cross default method). Móðurfélög, bókfært virði. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimili Fyrirtæki % af útlánum 0 2 4 6 8 10 12 202020192018201720162015 Mynd II-9 Hlutfall nýbygginga af heildarfjölda kaupsamninga með íbúðarhúsnæði1 Janúar 2016 - september 2020 1. Fjöldi kaupsamninga m.v. kaupdag íbúða. Tólf mánaða hlaupandi meðaltal. Heimild: Þjóðskrá Íslands. Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Landið allt % 4 6 8 10 12 14 16 18 20202019201820172016

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.