Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 21

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 21
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 21 EFTIRSPURN OG HAGVÖXTUR og var framlag utanríkisviðskipta einnig neikvætt um 2,2 prósentur. Á heildina litið var framlag utanríkisviðskipta í takt við spá bankans en þjóðarútgjöld drógust minna saman en spáð var líkt og fjallað var um hér að framan. Landsframleiðslan dróst meira saman hér á landi á fyrri hluta árs ins en á hinum Norðurlöndunum en samdráttur einkaneyslu var minni Á fyrri helmingi ársins nam samdráttur landsframleiðslunnar 5,7%. Þetta er meiri samdráttur en var að meðaltali á hinum Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum þótt hann sé nokkru minni en á evrusvæðinu og í Bretlandi (mynd III-15). Samdráttur einkaneyslu var hins vegar nokkru minni en í samanburðarlöndunum. Það endurspeglar hve stórt útflutn- ingsáfallið var hér á landi (mynd III-11) en einnig að betur tókst að halda farsóttinni í skefjum hér á landi í vor og sumar og því þurfti ekki að grípa til eins víðtækra lokunaraðgerða og víða í Evrópu (sjá kafla I og mynd 1 í viðauka 1). Meiri áhrif farsóttarinnar á seinni hluta ársins en áður var búist við Samdrátturinn á fyrri hluta ársins var minni en gert hafði verið ráð fyrir í ágúst. Hins vegar hafa horfur fyrir seinni hluta ársins versnað sem má ekki síst rekja til uppgangs farsóttarinnar undanfarið. Þannig hafa hertar sóttvarnir dregið úr ýmissi starfsemi hérlendis auk þess sem áhrifin á ferðaþjónustu eru meiri en áður var talið. Fyrir vikið er talið að landsframleiðslan standi nánast í stað milli ársfjórðunga á seinni hluta ársins (mynd III-14) en samdrátturinn milli ára ágerist enn frekar og landsframleiðslan dragist saman um 11% milli ára á seinni hluta ársins.1 Þetta er nokkuð ólíkt því sem áætlað var í ágúst þegar búist var við að heldur drægi úr árssamdrættinum á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Gangi þetta eftir mælist samdráttur ársins 8,5% sem er 1,4 prósentum meiri samdráttur en spáð var í ágúst en svipaður samdráttur og spáð var í maí. Lakari útflutningshorfur vega þyngst en meiri samdráttur atvinnuvegafjárfestingar bætist við. Hagvaxtarhorfur næsta árs versna einnig Hægari hjöðnun farsóttarinnar og lakari horfur í ferðaþjónustu vega einnig þungt í að skýra lakari hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár. Talið er að landsframleiðslan taki ekki að vaxa milli ára fyrr en á seinni hluta ársins – ársfjórðungi seinna en spáð var í ágúst – og að hagvöxtur verði einungis 2,3% á árinu öllu sem er 1,1 prósentu minni hagvöxtur en áður var spáð (mynd III-16). Á móti kemur að spáð er meiri hag- vexti á seinni hluta spátímans þegar bæði þjóðarútgjöld og utanríkis- viðskipti skila jákvæðu framlagi til hagvaxtar. Gert er ráð fyrir að hann verði um 5,7% árið 2022 en hjaðni svo í 3,9% ári síðar. 1 Hafa ber í huga að miklar sveiflur eru jafnan í árstíðarleiðréttum ársfjórðungslegum landsfram- leiðslutölum hér á landi og því getur verið erfitt að hreinsa burt reglubundna árstíðarsveiflu og verður það enn vandasamara þegar óvenju miklar sveiflur eru í hagtölum eins og nú. Mynd III-15 Samanburður á einkaneyslu og VLF á fyrri hluta árs 20201 1. Tölur fyrir Norðurlöndin er einfalt meðaltal fyrir Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð. Norsku hagvaxtargögnin eru fyrir meginland Noregs. Heimildir: Hagstofa Íslands, OECD. Breyting frá sama árshluta fyrir ári (%) Einkaneysla Landsframleiðsla -16 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 BretlandBandaríkinEvru- svæðið Norður- lönd Ísland Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-16 Hagvöxtur og framlag undirliða 2015-20231 1. Grunnspá Seðlabankans 2020-2023. Brotalína sýnir spá frá PM 2020/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 202320222021202020192018201720162015 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti VLF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.