Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 9

Peningamál - 18.11.2020, Blaðsíða 9
P E N I N G A M Á L 2 0 2 0 • 4 9 ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR og annars hrávöruverðs. Verðbólga gaf hins vegar enn frekar eftir á evrusvæðinu í lok sumars og þar mælist nú lítils háttar verðhjöðnun í fyrsta sinn í fjögur ár. Skýrist það af hjöðnun undirliggjandi verðbólgu sem hefur aldrei mælst minni á svæðinu, að hluta vegna minni þjón- ustuverðbólgu vegna áhrifa farsóttarinnar. Minni verðbólga á evru- svæðinu er meginástæða þess að verðbólguhorfur í helstu viðskipta- löndum hafa lítið breyst frá því í ágúst. Spáð er 0,8% verðbólgu að meðaltali í ár en að hún verði komin í 1,7% á seinni hluta spátímans. Fjármálaleg skilyrði hafa batnað eftir mikið umrót fyrr á árinu en óvissa er enn mikil Eftir verulegt umrót í kjölfar útbreiðslu faraldursins í febrúar og mars sl. hafa alþjóðlegir fjármálamarkaðir tekið við sér í takt við aukin efna- hagsumsvif og bjartsýni um að bóluefni gegn farsóttinni finnist áður en langt um líður. Mótvægisaðgerðir seðlabanka og stjórnvalda hafa gegnt lykilhlutverki í að styðja við markaði, liðka fyrir skuldabréfa- útgáfum ríkissjóða og fyrirtækja, auka tiltrú markaðsaðila á efnahags- horfum og þannig spornað við því að áfallið hefði enn djúpstæðari áhrif á fjármálakerfi heims. Hlutabréfaverð í helstu iðnríkjum hefur því hækkað frá því í vor og dregið hefur úr flökti þess (mynd I-12). Á það einkum við um hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Japan sem eru orðnar hærri en þær voru fyrir heimsfaraldurinn. Hækkun áhættu- og vaxtaálags á áhættumeiri fjáreignir hefur einnig gengið að miklu leyti til baka ásamt því að aukinn stöðugleiki hefur einkennt fjármagnsflæði til nýmarkaðsríkja eftir verulegt útflæði fyrr á árinu og hefur innflæði til hluta þeirra aukist á ný. Langtímavextir í helstu iðnríkjum hafa jafn- framt hækkað lítillega en eru enn í kringum eða við sögulegt lágmark sitt. Fjármálaleg skilyrði hafa því heilt yfir batnað en ástandið er enn brothætt og óvissa mikil. Útflutningsverð og viðskiptakjör Horfur á verðlækkun sjávarafurða í ár eftir miklar hækkanir undanfarin tvö ár ... Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur verið tiltölulega stöðugt undanfarið eftir að hafa gefið mikið eftir á fyrri helmingi ársins vegna áhrifa heimsfaraldursins (mynd I-13). Markaðsaðstæður fyrir íslenskar sjávarafurðir hafa þó áfram verið erfiðar vegna minnkandi umsvifa í veitingaþjónustu í helstu viðskiptalöndum. Sjávarafurðaverð mældist um 4,3% lægra í erlendum gjaldmiðlum talið á þriðja ársfjórðungi frá sama fjórðungi í fyrra og horfur fyrir seinni hluta ársins hafa versnað frá því í ágúst. Talið er að útflutningsverð sjávarafurða lækki um 0,6% milli ára á þessu ári í stað þess að hækka um 3% eins og búist var við í ágúst. Á móti kemur að spáð er meiri hækkun á næsta ári en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. ... og útlit fyrir að álverð lækki milli ára annað árið í röð Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði skarpt á fyrsta fjórðungi þessa árs sem einkum mátti rekja til minnkandi eftirspurnar frá Kína í kjölfar þarlendra lokunaraðgerða í baráttunni við farsóttina (mynd I-13). Þá tók eftirspurnin í Bandaríkjunum og Evrópu einnig að dala undir lok fjórðungsins þegar faraldurinn skall á Vesturlönd með auknum þunga og stjórnvöld tóku að beita hertum sóttvarnaraðgerðum. Álverð hefur Heimild: Refinitiv Datastream. Vísitala, 1. jan. 2018 = 100 Mynd I-12 Alþjóðlegt hlutabréfaverð 1. janúar 2018 - 13. nóvember 2020 Evrusvæðið (EURO STOXX) Bandaríkin (S&P 500) Bretland (FTSE 350) Japan (Nikkei 225) 60 70 80 90 100 110 120 130 140 202020192018 1. Verð sjávarafurða í erlendum gjaldmiðli er reiknað með því að deila í verð sjávarafurða í íslenskum krónum með gengisvísitölu. Álverð í USD er reiknað með því að deila í álverð í íslenskum krónum með gengi Bandaríkjadals. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2020 fyrir viðskiptakjör. Heimildir: Alþjóðabankinn, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2010 = 100 Mynd I-13 Hrávöruverð og viðskiptakjör1 1. ársfj. 2012 - 3. ársfj. 2020 Hrávöruverð án orkuverðs (í USD) Verð sjávarafurða (í erl. gjaldm.) Álverð (í USD) Viðskiptakjör 70 80 90 100 110 120 130 140 150 ‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.